Versalakökur – 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax. Valgerður Guðmundsóttir hreppti annað sætið með Versalakökunum ljúffengu. Fallegar og mjög jólalegar smákökur. Mér fannst eitt augnablik ég vera kominn til Versala þegar ég beit í fyrstu kökuna – apríkósurnar komu skemmtilega á óvart. Hér harmónerar allt vel saman.
Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan
Versalakökur
Uppskrift:
2 egg
2 dl sykur
4 dl kókos
½ dl KORNAX hveiti
1 dl möndlur saxaðar m/hýði
1 dl apríkósur saxaðar
Aðferð:
Hitið ofn í 180°C, þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst.
Blandið öllum hráefnum saman við með sleikju.
Setjið deigið á plötu með 2 x skeiðum ca. 1 tsk hver kaka.
Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur.
Ofan á kökur:
150 gr NÓA SIRÍUS hvítir súkkulaðidropar
Aðferð:
Bræðið í vatnsbaði og dreifið hvítu súkkulaði yfir kaldar kökurnar.
Höfundur: Valgerður Guðmundsdóttir