Ljós – 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017

Ljós – 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017. Í þriðja sæti voru kökurnar Ljós sem Sylwia Olszewska bakaði. Saltkaramellufyllingin og hneturnar gerði þær alveg fullkomnar með kaffinu. Áferðafallegar og góðar smákökur sem mæla má með

Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan

Ljós

113 gr ósaltað smjör v/stofuhita

2/3 bolli sykur

1 egg stórt – (aðskilið)

2 msk mjólk

1 tsk vanilludropar

¼ tsk lyftiduft

1 bolli KORNAX hveiti

1/3 bolli Nói Síríus kakó

¼ tsk salt

1 bolli pekanhnetur

Aðferð kökur:

Hrærið smjör og sykur saman í stórri skál á miðlungshraða þar til það er vel blandað og mjúkt.

Bætið eggjarauðu, mjólk og vanilludropum saman við.

Setjið eggjahvítu í sér ílát inn í ísskáp.

Í miðlungsskál hrærið saman KORNAX hveiti, kakói og salti.

Bætið hveitiblöndunni rólega út í smjörblönduna og hrærið vel.

Breiðið yfir deigið og setjið í kæli í ca.1 klukkustund eða yfir nótt.

Hitið ofninn í 180° og setjið smjörpappír á ofnskúffu.

Þeytið eggjahvítur.

Mótið ca. 3 cm kúlur og dýfið hverri kúlu ofan í eggjahvítu, rúllið þeim svo yfir saxaðar pekanhnetur og setjið á ofnplötu.

Þrýstið létt í miðju hverrar kúlu þannig að það myndast hola í kökurnar.

Bakið í 12-13 mínútur.

Takið úr ofni, þrýstið létt í miðju kökunnar þegar þær eru heitar, getið notað skaft á sleif.

Leggið til hliðar, og þá skal gera karamelluna.

Karamella – uppskrift:

20-25 Nói Síríus töggur ljósar

3 msk þeyttur rjómi

Sjávarsalt (flögur) til að strá yfir.

Aðferð:

Setjið karamellur og rjóma í lítinn pott, bræðið yfir lágum hita.

Hrærið í pottinum allan tímann svo karamellan brenni ekki.

Þegar karamellan hefur þykknað og kólnað, setjið um ½ tsk af karamellu í holu á hverri köku.

Stráið sjávarsalti yfir kökuna eftir smekk og látið karamelluna kólna.

Súkkulaðitoppur uppskrift:

100 gr Nói Síríus suðusúkkulaði

1 tsk kókosolía

Aðferð:
Hitið suðusúkkulaði og kókosolíu í lítilli skál í örbylgjuofni í ca. 1 mínútu.

Takið út og hrærið, setjið aftur inn í örbylgjuofn ef þarf.

Þegar súkkulaði er bráðið setjið það í lítinn plastpoka og klippið lítið gat í hornið á pokanum.

Sprautið súkkulaði yfir kökurnar og látið kólna.

Höfundur: Sylwia Olszewska

Myndir: Kornax

Vinningshafarnir: Ástrós Guðjónsdóttir, 1. sæti (til hægri), Valgerður Guðmundsdóttir, 2. sæti (fyrir miðju) og Sylwía Olzewska, 3. sæti (til vinstri).

Dómnefndin í Smákökusamkeppninni 2017: Magga, Tobba, Silja og Albert

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Álfacafé á Borgarfirði eystra #Ísland

IMG_4700

Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það er aðdáunarvert hversu framarlega Borgfirðingar standa í ferðamálum og hafa gert síðustu áratugina. Einhver óvanalegasta hönnun á veitingastað er á Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það má sjá mjög stóra steina innandyra, sagaðar steinborðplötur og á veggjum eru meðal annars myndir eftir Kjarval af Borgfirðingum. Daglega allt sumarið er hægt að fá kjarngóða fiskisúpu sem er einstaklega bragðgóð. Með henni er borið fram heimabakað brauð.

Hnífur og gaffall – Hvernig á að halda á þeim?

HnifaporHnifapor saman IMG_1427

Hnífur og gaffall. Það er ánægjulegt að sjá fólk sem heldur fallega á hnífapörunum, gaffallinn í vinstri hendi og hnífurinn í þeirri hægri - hvoru tveggja inni í lófanum. Ágætt að hafa í huga að þetta eru ekki vopn - munum það. Best þykir að hafa vísifingur ofan á þeim báðum sem gefur meiri stjórn á því sem er verið að gera. Munum að setja hnífapörin ekki aftur á borðið eftir að við erum byrjuð að borða. Við borðum ávallt með bæði hníf og gaffli en skerum ekki matinn fyrst í bita til að borða eingöngu með gafflinum. Á meðan á máltíð stendur eiga gaffalteinarnir að snúa niður.

Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar. Það er eitthvað þjóðlegt við snittur sem á er harðfiskur og grásleppukavíar „Vinur minn Jón Rúnar Arason stórtenór bauð einhvern tíma upp á þennan rétt í forrétt í matarveislu sem hann töfraði fram heima hjá mér.
Þetta er þægilegur og bráðhollur réttur og auðveldur í framleiðslu. Mér leist nú ekkert á hann í byrjun en eftir einn bita var ekki aftur snúið.
Hraunfiskur er einn af mínum uppáhalds smáréttum í dag." segir Auður Gunnarsdóttir söngkona