Ljós – 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017

Ljós – 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017. Í þriðja sæti voru kökurnar Ljós sem Sylwia Olszewska bakaði. Saltkaramellufyllingin og hneturnar gerði þær alveg fullkomnar með kaffinu. Áferðafallegar og góðar smákökur sem mæla má með

Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan

Ljós

113 gr ósaltað smjör v/stofuhita

2/3 bolli sykur

1 egg stórt – (aðskilið)

2 msk mjólk

1 tsk vanilludropar

¼ tsk lyftiduft

1 bolli KORNAX hveiti

1/3 bolli Nói Síríus kakó

¼ tsk salt

1 bolli pekanhnetur

Aðferð kökur:

Hrærið smjör og sykur saman í stórri skál á miðlungshraða þar til það er vel blandað og mjúkt.

Bætið eggjarauðu, mjólk og vanilludropum saman við.

Setjið eggjahvítu í sér ílát inn í ísskáp.

Í miðlungsskál hrærið saman KORNAX hveiti, kakói og salti.

Bætið hveitiblöndunni rólega út í smjörblönduna og hrærið vel.

Breiðið yfir deigið og setjið í kæli í ca.1 klukkustund eða yfir nótt.

Hitið ofninn í 180° og setjið smjörpappír á ofnskúffu.

Þeytið eggjahvítur.

Mótið ca. 3 cm kúlur og dýfið hverri kúlu ofan í eggjahvítu, rúllið þeim svo yfir saxaðar pekanhnetur og setjið á ofnplötu.

Þrýstið létt í miðju hverrar kúlu þannig að það myndast hola í kökurnar.

Bakið í 12-13 mínútur.

Takið úr ofni, þrýstið létt í miðju kökunnar þegar þær eru heitar, getið notað skaft á sleif.

Leggið til hliðar, og þá skal gera karamelluna.

Karamella – uppskrift:

20-25 Nói Síríus töggur ljósar

3 msk þeyttur rjómi

Sjávarsalt (flögur) til að strá yfir.

Aðferð:

Setjið karamellur og rjóma í lítinn pott, bræðið yfir lágum hita.

Hrærið í pottinum allan tímann svo karamellan brenni ekki.

Þegar karamellan hefur þykknað og kólnað, setjið um ½ tsk af karamellu í holu á hverri köku.

Stráið sjávarsalti yfir kökuna eftir smekk og látið karamelluna kólna.

Súkkulaðitoppur uppskrift:

100 gr Nói Síríus suðusúkkulaði

1 tsk kókosolía

Aðferð:
Hitið suðusúkkulaði og kókosolíu í lítilli skál í örbylgjuofni í ca. 1 mínútu.

Takið út og hrærið, setjið aftur inn í örbylgjuofn ef þarf.

Þegar súkkulaði er bráðið setjið það í lítinn plastpoka og klippið lítið gat í hornið á pokanum.

Sprautið súkkulaði yfir kökurnar og látið kólna.

Höfundur: Sylwia Olszewska

Myndir: Kornax

Vinningshafarnir: Ástrós Guðjónsdóttir, 1. sæti (til hægri), Valgerður Guðmundsdóttir, 2. sæti (fyrir miðju) og Sylwía Olzewska, 3. sæti (til vinstri).

Dómnefndin í Smákökusamkeppninni 2017: Magga, Tobba, Silja og Albert

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.