Auglýsing
Versalakökur – 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017. Valgerður Guðmundsóttir jólin bakstur
Versalakökur – verðlaunasmákökur

Versalakökur – 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax. Valgerður Guðmundsóttir hreppti annað sætið með Versalakökunum ljúffengu. Fallegar og mjög jólalegar smákökur. Mér fannst eitt augnablik ég vera kominn til Versala þegar ég beit í fyrstu kökuna – apríkósurnar komu skemmtilega á óvart. Hér harmónerar allt vel saman.

SMÁKÖKURJÓLIN

Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan
Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan

Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan

Versalakökur

Uppskrift:

2 egg

2 dl sykur

4 dl kókos

½ dl KORNAX hveiti

1 dl möndlur saxaðar m/hýði

1 dl apríkósur saxaðar

Aðferð:

Hitið ofn í 180°C, þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst.

Blandið öllum hráefnum saman við með sleikju.

Setjið deigið á plötu með 2 x skeiðum ca. 1 tsk hver kaka.

Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur.

Ofan á kökur:

150 gr NÓA SIRÍUS hvítir súkkulaðidropar

Aðferð:

Bræðið í vatnsbaði og dreifið hvítu súkkulaði yfir kaldar kökurnar.

Höfundur: Valgerður Guðmundsdóttir

Vinningshafarnir 2017 Kornax Ástrós Guðjónsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Sylwía Olzewska,
Vinningshafarnir 2017 Ástrós Guðjónsdóttir, 1. sæti (til hægri), Valgerður Guðmundsdóttir, 2. sæti (fyrir miðju) og Sylwía Olzewska, 3. sæti (til vinstri).
Magga, Tobba, Silja og Albert
Dómnefndin í Smákökusamkeppninni 2017: Magga, Tobba, Silja og Albert

— VERSALAKÖKUR —

Auglýsing

2 athugasemdir

Comments are closed.