Versalakökur – verðlaunasmákökur

Versalakökur – 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017. Valgerður Guðmundsóttir jólin bakstur
Versalakökur – verðlaunasmákökur

Versalakökur – 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax. Valgerður Guðmundsóttir hreppti annað sætið með Versalakökunum ljúffengu. Fallegar og mjög jólalegar smákökur. Mér fannst eitt augnablik ég vera kominn til Versala þegar ég beit í fyrstu kökuna – apríkósurnar komu skemmtilega á óvart. Hér harmónerar allt vel saman.

SMÁKÖKURJÓLIN

Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan
Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan

Verðlaunakökurnar 2017. Piparsveinar, Versalakökur, Ljósið og Sæta sítrónan

Versalakökur

Uppskrift:

2 egg

2 dl sykur

4 dl kókos

½ dl KORNAX hveiti

1 dl möndlur saxaðar m/hýði

1 dl apríkósur saxaðar

Aðferð:

Hitið ofn í 180°C, þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst.

Blandið öllum hráefnum saman við með sleikju.

Setjið deigið á plötu með 2 x skeiðum ca. 1 tsk hver kaka.

Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur.

Ofan á kökur:

150 gr NÓA SIRÍUS hvítir súkkulaðidropar

Aðferð:

Bræðið í vatnsbaði og dreifið hvítu súkkulaði yfir kaldar kökurnar.

Höfundur: Valgerður Guðmundsdóttir

Vinningshafarnir 2017 Kornax Ástrós Guðjónsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Sylwía Olzewska,
Vinningshafarnir 2017 Ástrós Guðjónsdóttir, 1. sæti (til hægri), Valgerður Guðmundsdóttir, 2. sæti (fyrir miðju) og Sylwía Olzewska, 3. sæti (til vinstri).
Magga, Tobba, Silja og Albert
Dómnefndin í Smákökusamkeppninni 2017: Magga, Tobba, Silja og Albert

— VERSALAKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótasúpa með eplum og engifer

Gulrótasúpa

Gulrótasúpa með eplum og engifer. Skiptir ekki oft máli að maturinn sé fallegur á litinn? Þessi súpa er bæði bragðgóð og fögur á litinn. Ef til vill finnst einhverjum of mikið að hafa tvær matskeiðar af engifer, auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum frekar en svo mörgum öðrum. Eplið gefur sætan keim á móti hvítlauknum og engiferinu.

Oreo-browniesterta – þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)

Oreo-browniesterta. Peter kom með undurgóða tertu í síðasta föstudagskaffi sem endaði með því að við vorum óvinnufær lengi á eftir.... Nei grín! Tertan var samt borðuð upp til agna á skammri stundu - þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo. Salöt með kexi eða nýbökuðu brauði er kærkomin tilbreyting. Salötin eiga oft við og víða. Fín í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið. Salatið má laga með góðurm fyrirvara, nokkra tíma eða daginn áður.