Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir hittust í hádeginu á Jómfrúnni og fengu sér jólaplattann. Það þarf nú ekkert að orðlengja það að þessi platti er á topp þremur yfir bestu aðventu(jóla)rétti veitingahúsanna í Reykjavík þessa jólaföstu.
Glæsilegur jólaplatti á Jómfrúnni.
“Það er ýmislegt í íslenska veitingahúsgeiranum sem er beinlínis frá Jómfrúnni, eins og til dæmis orðið platti. Fólk vissi ekki hvað jólaplattinn okkar var svo við auglýstum: Jólaplattinn í ár er ekki frá Bing og Gröndal, jólaplattinn í ár er frá Jómfrúnni. Jólaplattinn var andsvar við hlaðborðunum sem voru í aðalhlutverki á þessum tíma” sagði Jakob í viðtalið sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók við hann.
„Jólaplattinn var ómótstæðilegur.”