Jólaplattinn á Jómfrúnni – einn sá allra besti

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir hittust í hádeginu á Jómfrúnni og fengu sér jólaplattann. Það þarf nú ekkert að orðlengja það að þessi platti er á topp þremur yfir bestu aðventu(jóla)rétti veitingahúsanna í Reykjavík þessa jólaföstu.

Glæsilegur jólaplatti á Jómfrúnni.

“Það er ýmislegt í íslenska veitingahúsgeiranum sem er beinlínis frá Jómfrúnni, eins og til dæmis orðið platti. Fólk vissi ekki hvað jólaplattinn okkar var svo við auglýstum: Jólaplattinn í ár er ekki frá Bing og Gröndal, jólaplattinn í ár er frá Jómfrúnni. Jólaplattinn var andsvar við hlaðborðunum sem voru í aðalhlutverki á þessum tíma” sagði Jakob í viðtalið sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók við hann.

„Jólaplattinn var ómótstæðilegur.”

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

Hommabrauðið góða. Fyrir næstum því áratug fórum við Sólrún í ferð til Kjartans sonar hennar og Elísu frænku minnar í Þýskalandi. Þar bakaði ég nokkrum sinnum þetta glútenlausa brauð, en Elísa er með glútenóþol. Það var svo mörgum árum seinna að ég frétti að brauðið væri alltaf kallað Hommabrauðið góða eftir heimsóknina. Satt best að segja var ég alveg búinn að gleyma brauðinu en Sólrún átti uppskriftina og bakar reglulega hommabrauðið góða.

Kartöflusalat með kapers

Kartöflusalat

Kartöflusalat með kapers. Ef ég man rétt þá kemur frumútgáfan frá Jamie Oliver. Þrusugott salat sem hentar með flestum mat. Sjálfur er ég afar hrifinn af kapers svo ég setti heldur meira af því og eins og eina tsk af kaperssafa með.

Þjónaskólinn – Margrét Rósa

Þjónaskólinn. Margrét Rósa Einarsdóttir, sem margir kannast við eftir áralangt farsælt starf hennar í Iðnó, hefur stofnað þjónaskólann. Þar þjálfar hún starfsfólk veitingahúsa sem gengur um beina. Í uppgangi síðustu ára hefur veitingafólki gengið misvel að fá til sín gott fólk með ljúfa þjónustulund.

Þjónustustarfið á veitingahúsum er ekki síður mikilvægt en starf kokkanna. Það er kjörið að senda ófaglærða þjóna á námskeið til Margrétar Rósu.