Jólaplattinn á Jómfrúnni – einn sá allra besti

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir hittust í hádeginu á Jómfrúnni og fengu sér jólaplattann. Það þarf nú ekkert að orðlengja það að þessi platti er á topp þremur yfir bestu aðventu(jóla)rétti veitingahúsanna í Reykjavík þessa jólaföstu.

Glæsilegur jólaplatti á Jómfrúnni.

“Það er ýmislegt í íslenska veitingahúsgeiranum sem er beinlínis frá Jómfrúnni, eins og til dæmis orðið platti. Fólk vissi ekki hvað jólaplattinn okkar var svo við auglýstum: Jólaplattinn í ár er ekki frá Bing og Gröndal, jólaplattinn í ár er frá Jómfrúnni. Jólaplattinn var andsvar við hlaðborðunum sem voru í aðalhlutverki á þessum tíma” sagði Jakob í viðtalið sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók við hann.

„Jólaplattinn var ómótstæðilegur.”

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spínatmauk á brauði

Spítnatmauk

Spínatmauk á brauði. 

Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með heimatilbúnum osti. Hér er hann frekar mildur fyrir íslenskan smekk, en það er um að gera að hrúga meira chili og meiri hvítlauk út í maukið, ef maður vill láta bíta svolítið í. Hægt er að gera maukið alveg vegan með því að nota steikt tofu í staðinn fyrir ostinn og kókosrjóma í staðinn fyrir rjómann.