Jólaplattinn á Jómfrúnni – einn sá allra besti

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir hittust í hádeginu á Jómfrúnni og fengu sér jólaplattann. Það þarf nú ekkert að orðlengja það að þessi platti er á topp þremur yfir bestu aðventu(jóla)rétti veitingahúsanna í Reykjavík þessa jólaföstu.

Glæsilegur jólaplatti á Jómfrúnni.

“Það er ýmislegt í íslenska veitingahúsgeiranum sem er beinlínis frá Jómfrúnni, eins og til dæmis orðið platti. Fólk vissi ekki hvað jólaplattinn okkar var svo við auglýstum: Jólaplattinn í ár er ekki frá Bing og Gröndal, jólaplattinn í ár er frá Jómfrúnni. Jólaplattinn var andsvar við hlaðborðunum sem voru í aðalhlutverki á þessum tíma” sagði Jakob í viðtalið sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók við hann.

„Jólaplattinn var ómótstæðilegur.”

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fyrstu tveir mánuðirnir með Elísabetu næringarfræðingi – myndband

Tveimur mánuðum eftir að ég fór á fyrsta fundinn með Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðingi hefur margt gerst og margt verið prófað. Fyrsta skrefið var að fara yfir matarsöguna í grófum dráttum frá barnæsku, matartengt hegðunarmynstur og halda matardagbók. Síðan brettum við upp ermar; ostur var tekinn úr, cayennepipars,-sítrónu,- og ólífuolíudrykkur daglega, kolvetni minnkuð og seinna fóru þau alveg út. Allt þetta er mjög hressandi og vel þess virði að prófa. Myndbandið er samantekt eftir fyrstu tvo mánuðina.

Gullnar reglur fyrir þau sem ferðast ein

Sjö gullnar reglur fyrir þá sem ferðast einir. Það getur vafist fyrir fólki að ferðast án ferðafélaga. Það er í raun heilmikil áskorun í því. Hættið að hugsa um þetta og drífið ykkur af stað. 

Konungsætt – ægigóð og ljúffeng kaka

Konungsætt. Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Eitt árið voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Guðný Sölvadóttir bakaði Konungsætt og skreytti afar fallega. Ekki veit ég hvernig nafnið á kökunni er tilkomið en gaman væri að heyra það ef einhver veit.

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum. Í sumarvinnu minni hef ég vitjað reglulega um silunganet og matreitt nýveiddan silung daglega fyrir hótelgesti. Þessi aðferð fannst mér best og eiga mjög vel við silunginn. Stundum setti ég nokkrar rúsínur á pönnuna áður en ég bar herlegheitin fram.