Íslensk jarðarber – það jafnast ekkert á við þau

Íslensk jarðarber – það jafnast ekkert á við þau Silfurber Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber

Íslensk jarðarber. Það jafnast ekkert á við fersk íslensk jarðarber, þau eru sæt, falleg og bragðmikil. Eftir að hafa skoðað Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber) lýsi ég því hér með yfir að ég mun alltaf velja þau fram yfir hin innfluttu. Mun hvorki sjá jarðarberin í Costco né annarsstaðar komist ég hjá því. Ekkert skordýraeitur er notað við framleiðsluna á Silfurtúni. Auk þess sem sem þau taka sér ekki far með flugvélum þúsundir kílómetra .

Hægt er að fá fersk bragðgóð jarðarber frá fjölskyldunni á Silfurtúni svo að segja allt árið.

Við dásömum íslenskan fisk, íslenskt lambakjöt, skyrið og hvað þetta nú allt heitir og gúffum svo í okkur bragðlaus innflutt jarðarber. Já ég veit þau geymast í tvær vikur í ísskáp en er það þess virði? og hvað er gert við þau til þess að þau geymist svona lengi?

Garðyrkjustöðina Silfurtún íslenskt Garðyrkjustöðina Silfurtún  flúðir flúðum

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Flatbrauð/flatkökur

Flatbrauð. Reglulega hringi ég í móður mína til að fá hjá henni uppskriftir og ráðleggingar um eitt og annað er við kemur bakstri og fleiru. Nú var komið að því  að bretta upp ermar og steikja flatbrauð í fyrsta skipti..... Mamma veitti góð ráð eins og oft áður. Fyrir langa löngu heyrði ég gamla frænku mína segja að galdurinn við flatbrauðsdeigið væri að nota sjóðandi vatn saman við mjölið. Annars mun það hafa þekkst í gamla daga að konurnar báru feiti á hendurnar á sér áður en þær hófu að hnoða deigið. En við í nútímanum veljum góða matarolíu í deigið.

Iceland Local Food – Sælkerakort Völu Matt

Iceland Local Food - Sælkerakort Völu Matt. Matur úr héraði er mjög vinsælt framtak, ekki bara hér á landi heldur víðast hvar um heiminn. Á ferðalögum getur farið dýrmætur tími í að finna staðina sem bjóða upp á local matinn. Frumkvöðullinn og fjölmiðlakonan Valgerður Matthíasdóttir, sem flestir þekkja sem Völu Matt, stendur fyrir heimasíðunni IcelandLocalFood.is og gefur árlega út sælkerakort með sama heiti. Þar eru á einum stað allt það helsta sem telst til matar úr héraði og listinn er sífellt að lengjast enda eykst áhuginn ár frá ári.

Kakan sem klikkar ekki – einföld, fljótleg og gómsæt

 

Kakan sem klikkar ekki. Já, það er nú það þegar eru annasamir dagar og maður veit að gesta er von og vill gera vel við þá og veit að tími getur verið af skornum skammti. Samvera með góðu fólki er nærandi og mannbætandi.
Best er að geta lagt á borð einum eða jafnvel tveimur dögum áður því það fer ekki neitt og það sparar manni mikinn tíma. Sólveig systir mín bauð í kvöldkaffi og var eldsnögg að útbúa kaffimeðlætið. „Það er skemmtilegt að fá fólk heim og njóta veitinga saman, spjalla og hlæja og muna eftir að njóta líðandi stundar. Hér er einfalt, fljótlegt, gómsætt kaffimeðlæti. Þessi kaka klikkar aldrei og ef við erum fá þá skipti ég pakkanum í tvennt, helminga vatn og olíu en nota 2 egg - Þannig fæ ég 2 kökur úr einum pakka og finnst það ágætis útkoma."

SaveSave