Auglýsing

Íslensk jarðarber – það jafnast ekkert á við þau Silfurber Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber

Íslensk jarðarber. Það jafnast ekkert á við fersk íslensk jarðarber, þau eru sæt, falleg og bragðmikil. Eftir að hafa skoðað Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber) lýsi ég því hér með yfir að ég mun alltaf velja þau fram yfir hin innfluttu. Mun hvorki sjá jarðarberin í Costco né annarsstaðar komist ég hjá því. Ekkert skordýraeitur er notað við framleiðsluna á Silfurtúni. Auk þess sem sem þau taka sér ekki far með flugvélum þúsundir kílómetra .

Auglýsing

Hægt er að fá fersk bragðgóð jarðarber frá fjölskyldunni á Silfurtúni svo að segja allt árið.

Við dásömum íslenskan fisk, íslenskt lambakjöt, skyrið og hvað þetta nú allt heitir og gúffum svo í okkur bragðlaus innflutt jarðarber. Já ég veit þau geymast í tvær vikur í ísskáp en er það þess virði? og hvað er gert við þau til þess að þau geymist svona lengi?

Garðyrkjustöðina Silfurtún íslenskt Garðyrkjustöðina Silfurtún  flúðir flúðum