Íslensk jarðarber – það jafnast ekkert á við þau

Íslensk jarðarber – það jafnast ekkert á við þau Silfurber Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber

Íslensk jarðarber. Það jafnast ekkert á við fersk íslensk jarðarber, þau eru sæt, falleg og bragðmikil. Eftir að hafa skoðað Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber) lýsi ég því hér með yfir að ég mun alltaf velja þau fram yfir hin innfluttu. Mun hvorki sjá jarðarberin í Costco né annarsstaðar komist ég hjá því. Ekkert skordýraeitur er notað við framleiðsluna á Silfurtúni. Auk þess sem sem þau taka sér ekki far með flugvélum þúsundir kílómetra .

Hægt er að fá fersk bragðgóð jarðarber frá fjölskyldunni á Silfurtúni svo að segja allt árið.

Við dásömum íslenskan fisk, íslenskt lambakjöt, skyrið og hvað þetta nú allt heitir og gúffum svo í okkur bragðlaus innflutt jarðarber. Já ég veit þau geymast í tvær vikur í ísskáp en er það þess virði? og hvað er gert við þau til þess að þau geymist svona lengi?

Garðyrkjustöðina Silfurtún íslenskt Garðyrkjustöðina Silfurtún  flúðir flúðum

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur. Það eru nú kannski ekki margir eftirréttir sem innihalda rúgbrauð. Þessi á rætur sinar að rekja til Eystrasaltsríkjanna. Nema hvað, við Bergþór fengum áskorun að koma með eftirrétt á fjölskylduþorrablót og mörgum finnst rúgbrauð þjóðlegt.

SaveSave

SaveSave

Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu

 Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu. Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og starfsmaður Íslensku óperunnar var í óðaönn að undirbúa frumsýningu Mannsraddarinnar þegar ég rak inn nefið á dögunum. Auðvitað var hún til í að gefa uppskrift af þessu bragðgóða og holla salati. Aðspurð hvort salatið ætti sér einhverja sögu svaraði hún „Í raun bara þá að auka inntöku á baunum og síðan hef ég alltaf verið mjög hrifin af bóghveitigrjónum þ.a saman er þetta snilld ef maður vill hugsa um heilsuna 🙂
Bóghveiti gefur mikið magnsium í kroppinn"