Pekansmákökur Kormáks – verðlaunasmákökur

Pekansmákökur Kormáks
Pekansmákökur Kormáks

Pekansmákökur Kormáks

Í öðru sæti í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar urðu þessar Pekansmákökur sem Kormákur bar fram á plöstuðu plötumslagi gestadómarans, Kristjáns Jóhannssonar. Í vikunni sem keppnin er haldin fær starfsfólk stofunnar vísbendingar daglega um gestadómarann. Kormákur var fljótur að finna út hver væri gestadómarinn þetta árið. Kormákur sigraði í smákökusamkeppni fyrir nokkrum árum með Smákökum Önnu K.

SMÁKÖKURPEKANKORMÁKUR

.

Starfsfólk Íslensku lögfræðistofunnar ásamt dómnefnd í smákökusamkeppninni 2017. Kormákur er lengst til hægri á myndinni, aftast.

Pekansmákökur Kormáks

Kökur:

1 bolli mjúkt smjör

1 bolli púðursykur

½ bolli sykur

2 teskeiðar vanilludropar

2 stór egg

2 bollar hveiti

½ teskeið matarsódi

¼ teskeið salt

1 bolli fínt saxaðar pekanhnetur

Þeytið smjör og sykur saman, bætið vanillu og eggjum útí. Blandið þurrefnunum loks varlega saman við og hnetum í restina. Setjið með teskeið á plötu og bakið við 180 gráður í 10 mín.

Krem:

113 grömm smjör (a stick)

1 og hálfur bolli flórsykur

2 matskeiðar maple syróp

2 teskeiðar rjómi

Þeytið smjör þar til mjúkt, þeytt saman með flórsykri, sýrópi og rjóma bætt út í.

Kökurnar, kældar, skreyttar með kremi og pekanhnetum. 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kínóa með eggaldin, sveppum og spínati

Kínóa með eggaldin, sveppum og spínati. Eggaldin eru í miklu uppáhaldi hér um þessar mundir. Veit bara ekki hvernig þetta gæða-grænmeti gat farið framhjá mér svo árum skiptir. Svo er eggaldinið hollt ekki síður en kínóa. Fjólublái liturinn á myndinni kemur af grófu bláberjasalti . Einfaldur, góður og hollur réttur sem tekur ekki svo langan tíma að útbúa. Þetta getur bæði verið aðalréttur eða meðlæti.

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

bananabrauð

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum. Hér á bæ var bakað með kaffinu í dag eins og stundum áður. Það þarf hvort handþeytara né hrærivél þegar þetta bananabrauð er útbúið, ágætt að nota gaffal til að stappa bananana og hræra svo restinni saman við með sleif. Já og svo fer núna fram mikill áróður gegn sykri, í þessu brauði er enginn viðbættur sykur. Bananabrauð bragðaðist enn betur með þunnu lagi af mascarpone en auðvitað er líka gott að nota annað viðbit.