Pekansmákökur Kormáks – verðlaunasmákökur

Pekansmákökur Kormáks
Pekansmákökur Kormáks

Pekansmákökur Kormáks

Í öðru sæti í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar urðu þessar Pekansmákökur sem Kormákur bar fram á plöstuðu plötumslagi gestadómarans, Kristjáns Jóhannssonar. Í vikunni sem keppnin er haldin fær starfsfólk stofunnar vísbendingar daglega um gestadómarann. Kormákur var fljótur að finna út hver væri gestadómarinn þetta árið. Kormákur sigraði í smákökusamkeppni fyrir nokkrum árum með Smákökum Önnu K.

SMÁKÖKURPEKANKORMÁKUR

.

Starfsfólk Íslensku lögfræðistofunnar ásamt dómnefnd í smákökusamkeppninni 2017. Kormákur er lengst til hægri á myndinni, aftast.

Pekansmákökur Kormáks

Kökur:

1 bolli mjúkt smjör

1 bolli púðursykur

½ bolli sykur

2 teskeiðar vanilludropar

2 stór egg

2 bollar hveiti

½ teskeið matarsódi

¼ teskeið salt

1 bolli fínt saxaðar pekanhnetur

Þeytið smjör og sykur saman, bætið vanillu og eggjum útí. Blandið þurrefnunum loks varlega saman við og hnetum í restina. Setjið með teskeið á plötu og bakið við 180 gráður í 10 mín.

Krem:

113 grömm smjör (a stick)

1 og hálfur bolli flórsykur

2 matskeiðar maple syróp

2 teskeiðar rjómi

Þeytið smjör þar til mjúkt, þeytt saman með flórsykri, sýrópi og rjóma bætt út í.

Kökurnar, kældar, skreyttar með kremi og pekanhnetum. 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði – einn sá allra besti

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði. „Ég held ég hafi ekki smakkað annan eins mat þessi 94 ár sem ég hef lifað“, sagði tengdapabbi við meistarakokkinn Jaouad Hbib frá Marokkó.

Drífið ykkur til Siglufjarðar og njótið þess að borða marokkóskan mat – þið sjáið ekki eftir því.

SaveSave

SaveSave

SaveSave