Pekansmákökur Kormáks
Í öðru sæti í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar urðu þessar Pekansmákökur sem Kormákur bar fram á plöstuðu plötumslagi gestadómarans, Kristjáns Jóhannssonar. Í vikunni sem keppnin er haldin fær starfsfólk stofunnar vísbendingar daglega um gestadómarann. Kormákur var fljótur að finna út hver væri gestadómarinn þetta árið. Kormákur sigraði í smákökusamkeppni fyrir nokkrum árum með Smákökum Önnu K.
— SMÁKÖKUR — PEKAN — KORMÁKUR —
.
Pekansmákökur Kormáks
Kökur:
1 bolli mjúkt smjör
1 bolli púðursykur
½ bolli sykur
2 teskeiðar vanilludropar
2 stór egg
2 bollar hveiti
½ teskeið matarsódi
¼ teskeið salt
1 bolli fínt saxaðar pekanhnetur
Þeytið smjör og sykur saman, bætið vanillu og eggjum útí. Blandið þurrefnunum loks varlega saman við og hnetum í restina. Setjið með teskeið á plötu og bakið við 180 gráður í 10 mín.
Krem:
113 grömm smjör (a stick)
1 og hálfur bolli flórsykur
2 matskeiðar maple syróp
2 teskeiðar rjómi
Þeytið smjör þar til mjúkt, þeytt saman með flórsykri, sýrópi og rjóma bætt út í.