Pekansmákökur Kormáks – verðlaunasmákökur

Pekansmákökur Kormáks
Pekansmákökur Kormáks

Pekansmákökur Kormáks

Í öðru sæti í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar urðu þessar Pekansmákökur sem Kormákur bar fram á plöstuðu plötumslagi gestadómarans, Kristjáns Jóhannssonar. Í vikunni sem keppnin er haldin fær starfsfólk stofunnar vísbendingar daglega um gestadómarann. Kormákur var fljótur að finna út hver væri gestadómarinn þetta árið. Kormákur sigraði í smákökusamkeppni fyrir nokkrum árum með Smákökum Önnu K.

SMÁKÖKURPEKANKORMÁKUR

.

Starfsfólk Íslensku lögfræðistofunnar ásamt dómnefnd í smákökusamkeppninni 2017. Kormákur er lengst til hægri á myndinni, aftast.

Pekansmákökur Kormáks

Kökur:

1 bolli mjúkt smjör

1 bolli púðursykur

½ bolli sykur

2 teskeiðar vanilludropar

2 stór egg

2 bollar hveiti

½ teskeið matarsódi

¼ teskeið salt

1 bolli fínt saxaðar pekanhnetur

Þeytið smjör og sykur saman, bætið vanillu og eggjum útí. Blandið þurrefnunum loks varlega saman við og hnetum í restina. Setjið með teskeið á plötu og bakið við 180 gráður í 10 mín.

Krem:

113 grömm smjör (a stick)

1 og hálfur bolli flórsykur

2 matskeiðar maple syróp

2 teskeiðar rjómi

Þeytið smjör þar til mjúkt, þeytt saman með flórsykri, sýrópi og rjóma bætt út í.

Kökurnar, kældar, skreyttar með kremi og pekanhnetum. 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

White Guide Nordic: Bestu veitingastaðir á Íslandi

White Guide Nordic: Bestu veitingastaðir á Íslandi. Matgæðingar frá White Guide Nordic velja árlega bestu veitingastaðina á Norðurlöndunum. Hér er listinn sem gildir fyrir árið 2017, eins og áður er Dill í efsta sætinu.

Frönsk möndlukaka – ekta frönsk ömmu-möndlukaka, mjög klassísk

Fronsk mondlukaka

Frönsk möndlukaka Heba Eir kom með tertu í vinnuna sem hún bakaði eftir uppskrift franskrar ömmu sinnar - franskar ömmur kunna þetta. Ætli megi ekki segja að þetta sé ekta frönsk ömmu-möndlukaka - mjög klassísk "gateau de mamie" eins og sítrónu/jógúrtkaka og sandkökur. Hún er oft borðuð á jólum, þessi möndlukaka en hæfir þó við öll tilefni. Kakan er virkilega einföld og gómsæt fyrir utan hvað þetta er glæsileg kaka! Við emjuðum svo góð var möndlukakan franska :)