Pekansmákökur Kormáks – verðlaunasmákökur

Pekansmákökur Kormáks
Pekansmákökur Kormáks

Pekansmákökur Kormáks

Í öðru sæti í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar urðu þessar Pekansmákökur sem Kormákur bar fram á plöstuðu plötumslagi gestadómarans, Kristjáns Jóhannssonar. Í vikunni sem keppnin er haldin fær starfsfólk stofunnar vísbendingar daglega um gestadómarann. Kormákur var fljótur að finna út hver væri gestadómarinn þetta árið. Kormákur sigraði í smákökusamkeppni fyrir nokkrum árum með Smákökum Önnu K.

SMÁKÖKURPEKANKORMÁKUR

.

Starfsfólk Íslensku lögfræðistofunnar ásamt dómnefnd í smákökusamkeppninni 2017. Kormákur er lengst til hægri á myndinni, aftast.

Pekansmákökur Kormáks

Kökur:

1 bolli mjúkt smjör

1 bolli púðursykur

½ bolli sykur

2 teskeiðar vanilludropar

2 stór egg

2 bollar hveiti

½ teskeið matarsódi

¼ teskeið salt

1 bolli fínt saxaðar pekanhnetur

Þeytið smjör og sykur saman, bætið vanillu og eggjum útí. Blandið þurrefnunum loks varlega saman við og hnetum í restina. Setjið með teskeið á plötu og bakið við 180 gráður í 10 mín.

Krem:

113 grömm smjör (a stick)

1 og hálfur bolli flórsykur

2 matskeiðar maple syróp

2 teskeiðar rjómi

Þeytið smjör þar til mjúkt, þeytt saman með flórsykri, sýrópi og rjóma bætt út í.

Kökurnar, kældar, skreyttar með kremi og pekanhnetum. 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.