Ávaxtaterta Höllu Sólveigar

ávaxtaterta kaka terta epli bananar kókosmjöl súkkulaði döðlur halla sólveig halldórsdóttir ávaxtakaka epli banani bananar döðlur súkkulaði púðursykur kókosmjöl
Ávaxtaterta Höllu Sólveigar

Ávaxtaterta

Halla Sólveig bakaði þessa ávaxtatertu og bauð í kaffi.

TERTURÁVAXTATERTUR

.

Ávaxtaterta

deig
50 g sykur
50 g kókosmjöl
60 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1 egg
Egg og sykur hrært saman. Hveiti, lyftidufti og kókosmjöli blandað saman við – lítið hrært. Smurt í stórt tertuform með lausum botni

Fylling
3 epli
2 bananar
100 g súkkulaði
200 g döðlur
50 g púðursykur
20-30 g kókosmjöl
Ávextirnir og súkkulaðið brytjað niður. Sykrinum og kókosmjölinu blandað saman við. Síðan er massanum smurt yfir deigbotninn og smávegis af sykri stráð yfir.
Bakað við 180-200°C í þrjú korter. kakan má ekki vera of bökuð því þá brennur sykurinn. Borin fram með rjóma

FLEIRI TERTUUPPSKRIFTIR

Systurnar Anna Björg og Halla Sólveig Halldórsdætur

TERTURÁVAXTATERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberjaostaterta

Jarðarberjaostaterta. Mjög fersk og góð terta sem hentar bæði sem eftirréttur og kaffimeðlæti. Þessi terta er dæmi um uppskrift þar sem auðveldlega má minnka sykurmagnið verulega. Upphaflega uppskriftin var með bláberjum í stað jarðarberja og heilum bolla af sykri. Verum vakandi, ekki bara varðandi sykurinn heldur líka annað sem við látum inn fyrir okkar varir.

Limeterta

Lime terta

Limeterta. Mikið er gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þegar von er á gestum er upplagt að prófa nýtt kaffimeðlæti. Það er fljótlegt að útbúa þessa limetertu - kannski virkar hún framandi við fyrstu sýn en hún er vel þess virði að prófa. Það þarf ekki að bíða eftir að deigið lyfti sér, enginn bakstur, engin hætta á að hún falli. Ekkert vesen

Café París í Austurstræti

Café París í Austurstræti. Nýlega var Café París í miðbæ Reykjavíkur tekið hressilega í gegn og endurskipulagt í einu og öllu. Hið nýja Café París er einkar vel heppnað, Parísarstemningin allsráðandi og mættu gömlu Íslendingastaðirnir í París, eins og Select og Café de Flore herma svolítið eftir. Allt er vandað og gerðarlegt, diskar merktir staðnum, hnífapör vegleg og þjónar bæði frjálslegir og þægilegir og fallega klæddir í hvítum skyrtum með stórar síðar brúnar svuntur. Staðsetningin er auðvitað ein sú besta á landinu og stéttin ein sú veðursælasta, enda fyllist hún við Austurvöll á augabragði, ef sést til sólar og þarf ekki alltaf sólskin til.

Knálegir klúbbtjúttar

Knálegir klúbbtjúttar. Þessir „snúðar" eru gráupplagðir saumaklúbba, í föstudagskaffið, á kaffihlaðborðið já og bara hvar sem er og hvenær sem er. Saumaklúbbsdömur á Fáskrúðsfirði útbjuggu þessa klúbbtjútta fyrir blað Franskra daga