Ananassalsa – litfagurt og hollt salat

Ananassalsa - litfagurt og hollt salat ananas á föstudegi ananas á föstudögum salat  ferskur
Ananassalsa – litfagurt og hollt salat

Ananassalsa – litfagurt og hollt salat. Það tekur ekki nema fimmtán mínútur að útbúa þetta holla salat. Sætt ananasbragðið passar vel með kóríander og chili. Salatið hentar með kjúklingaréttum, fiski eða sér með stökkum flögum. Ef þið viljið hafa það sterkara þá er um að gera að saxa ferskt chili. Salatið er tilbúið um leið og búið er að blanda því saman og fylla ananasinn.

Ananassalsa – litfagurt og hollt salat

1 heill ananas

1 b söxuð paprika, helst rauð og appelsínugul

1 b saxaðir tómatar

1/3 b kóríander

1/4 b saxaður vorlaukur eða rauðlaukur

2-3 msk sítrónusafi

smá chili

salt og pipar

Skerið ofan af ananasinun, síðan hann í tvennt og takið innan út honum. Hendið harða hlutanum í miðjunni og skerið hitt í bita og láti leka af þeim á sigti. Hvolfið ananasbátunum og látið leka úr þeim ef einhver safi er þar. Blandið saman í skál ananasbitum, papriku, tómötum, kóríander, vorlauk, sítrónusafa, chili, salti og pipar. Fyllið ananasbátana

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.