
Hrátt kakó – með bestu magnesíumgjöfum
Hrátt kakó er ein besta náttúrulega magnesíumgjöfin sem völ er á – steinefni sem marga skortir. Á síðustu áratugum hefur magnesíuminntaka í vestrænum löndum dregist saman um allt að 50%, og talið er að aðeins um fimmtungur íbúanna hafi fullnægjandi magnesíumforða.
Magnesíumskortur getur tengst ýmsum heilsufarsvandamálum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum og tönnum, hjarta- og æðasjúkdómum, mígreni, vöðvakrömpum, sársaukafullum tíðablæðingum og jafnvel sykursýki.
— MATUR LÆKNAR — MAGNESÍUM — ENGLISH —
.
Úr aðeins 100 grömmum af hráu kakói fást um 550 mg af magnesíum, sem gerir það að einni öflugustu magnesíumuppsprettu í fæðunni.
Hrátt kakó er þó ekki aðeins ríkt af magnesíum. Það inniheldur einnig fjölmörg önnur mikilvæg næringarefni, þar á meðal andoxunarefni, járn, kalk og trefjar. Magnesíum gegnir lykilhlutverki í yfir 300 lífsnauðsynlegum efnaskiptahvörfum í líkamanum, meðal annars við stjórnun vöðva- og taugastarfsemi, blóðsykurs og blóðþrýstings.
Fyrir þá sem vilja auka magnesíuminntöku á náttúrulegan og hollan hátt er hrátt kakó frábær kostur – næringarríkt, heilsubætandi og með einstöku, djúpu bragði.
Hvernig borðum við hrátt kakó:
Í smoothie – Bættu skeið af hráu kakói út í smoothie með banana, möndlumjólk og döðlum.
Í heitan drykk – Hrærið hráu kakói út í heitt vatn eða plöntumjólk með smá kanil eða vanillu.
Í hafragraut eða chia-graut – Stráðu kakói yfir morgungrautinn fyrir aukið næringargildi.
Í hráa maulið – Þegar okkur langar í „eitthvað” er upplagt að fá sér hrátt kakó.
Í orkukúlur – Blandaðu kakói saman við hnetur, fræ og döðlur fyrir fljótlegt og hollt nasl.
— MATUR LÆKNAR — MAGNESÍUM — ENGLISH —
.



