Skinkuhorn

Skinkuhorn bakstur klúbbaréttir skinka horn bergþór pálsson ostalyst
Hver elskar ekki nýbökuð skinkuhorn?

Skinkuhorn

Hver elskar ekki nýbökuð skinkuhorn? Bergþór minn gróf upp gamla uppskrift og dúkkaði upp með skinkuhorn á kennarafundi – þau vöktu lukku, mikla lukku.

BRAUÐBAKSTURKAFFIMEÐLÆTIKLÚBBARÉTTIRHORNBERGÞÓR

.

Skinkuhorn

Deig:
300 ml mjólk
2 tsk þurrger
1 msk sykur
500 g hveiti
1 tsk salt
1 dl olía

Hellið ylvolgri mjólk (40°C) í hrærivélarskál og hrærið þurrger og sykur saman við. Blandið saman hveiti og salti og hrærið saman við mjólkurblönduna, þegar gerið er byrjað að freyða. Bætið olíunni út í og hrærið rólega saman í nokkrar mínútur eða þar til deigið er jafnt. Nú er gott að taka deigið upp úr og hnoða upp í hveiti, lítið í einu, þar til það festist ekki við hendur, en er þó ekki þurrt. Látið hefast í skálinni í 2 klst.

Fylling:
200 g skinka
200 g skinkumyrja eða beikonsmurostur

Skerið skinku í litla ferninga og blandið saman við smurostinn.

Þegar deigið hefur hefast, skiptið því í tvær kúlur og fletjið út í hring á hveitistráðu borði. Skerið eins og pizzu í 16 þríhyrninga.

Setjið rúma teskeið af fyllingu á breiða enda þríhyrningsins og rúllið upp þaðan inn að mjóa endanum.

Leggið á ofnplötu með bökunarpappír, með mjóa endann niður og klípið vel saman til hliðar, svo að fyllingin sullist ekki út í bakstrinum.

Penslið með mjólk og bakið í 9-10 mín. við 200°C. Einnig má pensla með eggi og/eða rifnum osti.

BRAUÐBAKSTURKAFFIMEÐLÆTIKLÚBBARÉTTIRHORNBERGÞÓR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Þessi réttur tekur dálítinn tíma, en vel þess virði. Kínóa er glútenlaust og auðmeltanlegt. Það inniheldur allar átta amínósýrurnar sem eru líkamanum nauðsynlegar - telst það ekki fullkomið prótein?

Hvítlaukskartöflur Helgu

Hvítlaukskartöflur Helgu. Stundum missi ég mig alveg, það gerðist á dögunum þegar Helga bauð okkur heim í Teryakikjúkling með hvítlaukskartöflum. Kartöflur með extra miklum hvítlauk eru óhemju góðar.