Auglýsing
Skinkuhorn bakstur klúbbaréttir skinka horn bergþór pálsson
Hver elskar ekki nýbökuð skinkuhorn?

Skinkuhorn

Hver elskar ekki nýbökuð skinkuhorn? Bergþór minn gróf upp gamla uppskrift og dúkkaði upp með skinkuhorn á kennarafundi – þau vöktu lukku, mikla lukku.

BRAUÐBAKSTURKAFFIMEÐLÆTIKLÚBBARÉTTIRHORNBERGÞÓR

Auglýsing

.

Skinkuhorn

Deig:
300 ml mjólk
2 tsk þurrger
1 msk sykur
500 g hveiti
1 tsk salt
1 dl olía

Hellið ylvolgri mjólk (40°C) í hrærivélarskál og hrærið þurrger og sykur saman við. Blandið saman hveiti og salti og hrærið saman við mjólkurblönduna, þegar gerið er byrjað að freyða. Bætið olíunni út í og hrærið rólega saman í nokkrar mínútur eða þar til deigið er jafnt. Nú er gott að taka deigið upp úr og hnoða upp í hveiti, lítið í einu, þar til það festist ekki við hendur, en er þó ekki þurrt. Látið hefast í skálinni í 2 klst.

Fylling:
200 g skinka
200 g skinkumyrja eða beikonsmurostur

Skerið skinku í litla ferninga og blandið saman við smurostinn.

Þegar deigið hefur hefast, skiptið því í tvær kúlur og fletjið út í hring á hveitistráðu borði. Skerið eins og pizzu í 16 þríhyrninga.

Setjið rúma teskeið af fyllingu á breiða enda þríhyrningsins og rúllið upp þaðan inn að mjóa endanum.

Leggið á ofnplötu með bökunarpappír, með mjóa endann niður og klípið vel saman til hliðar, svo að fyllingin sullist ekki út í bakstrinum.

Penslið með mjólk og bakið í 9-10 mín. við 200°C. Einnig má pensla með eggi og/eða rifnum osti.

BRAUÐBAKSTURKAFFIMEÐLÆTIKLÚBBARÉTTIRHORNBERGÞÓR

.

SKILDU EFTIR ATHUGASEMD

Settu inn athugasemd
Settu nafn þitt hér

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.