Róandi kryddkakan hennar Söru

Róandi kryddkakan hennar Söru sara hrund signýjardóttir suðureyri kryddbrauð kryddkaka kaffimeðlæti brauð viðbit súgandafjörður suðureyri við súgandafjörð
Róandi kryddkakan hennar Söru – verulega góð kryddkaka.

Róandi kryddkakan hennar Söru

Ævintýrakonan Sara Hrund Signýjardóttir býr og starfar á Suðureyri. Hún á það til að bruna eldsnemma til Ísafjarðar og synda eina þúsund metra áður en hún fær sér morgunmatinn. Sara kom með nýbakaða, ilmandi kryddköku á kennarafund. Hún segist baka kryddkökuna þegar hún þarf ró. Þess vegna liggur í augum uppi að kalla kökuna: Róandi kryddkakan hennar Söru. Verulega góð kryddkaka.

KRYDDBRAUÐSUÐUREYRIBRAUÐKAFFIMEÐLÆTI

.

Róandi kryddkakan hennar Söru – verulega góð kryddkaka.

Róandi kryddkakan hennar Söru

2 egg
2 dl mjólk
80 gr smjör

100 gr sykur
100 gr púðursykur
2 tsk matarsódi
240 gr hveiti
3/4 tsk kanill
3/4 tsk negull
Hnífsoddur engifer.

Pískið saman eggjum og mjólk. Bætið við bræddu smjöri.
Blandið þurrefnunum saman og bætið vökvanum saman við. Hrærið rólega með sleif og með bros á vör í góðu andlegu jafnvægi.
Þegar kekkirnir eru farnir má setja deigið í ílangt form og baka við 180°C í 40 til 45 mínútur.

Borðið með vænni klípu af góðu viðbiti.

KRYDDBRAUÐSUÐUREYRIBRAUÐKAFFIMEÐLÆTI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.