Róandi kryddkakan hennar Söru

Róandi kryddkakan hennar Söru sara hrund signýjardóttir suðureyri kryddbrauð kryddkaka kaffimeðlæti brauð viðbit súgandafjörður suðureyri við súgandafjörð
Róandi kryddkakan hennar Söru – verulega góð kryddkaka.

Róandi kryddkakan hennar Söru

Ævintýrakonan Sara Hrund Signýjardóttir býr og starfar á Suðureyri. Hún á það til að bruna eldsnemma til Ísafjarðar og synda eina þúsund metra áður en hún fær sér morgunmatinn. Sara kom með nýbakaða, ilmandi kryddköku á kennarafund. Hún segist baka kryddkökuna þegar hún þarf ró. Þess vegna liggur í augum uppi að kalla kökuna: Róandi kryddkakan hennar Söru. Verulega góð kryddkaka.

KRYDDBRAUÐSUÐUREYRIBRAUÐKAFFIMEÐLÆTI

.

Róandi kryddkakan hennar Söru – verulega góð kryddkaka.

Róandi kryddkakan hennar Söru

2 egg
2 dl mjólk
80 gr smjör

100 gr sykur
100 gr púðursykur
2 tsk matarsódi
240 gr hveiti
3/4 tsk kanill
3/4 tsk negull
Hnífsoddur engifer.

Pískið saman eggjum og mjólk. Bætið við bræddu smjöri.
Blandið þurrefnunum saman og bætið vökvanum saman við. Hrærið rólega með sleif og með bros á vör í góðu andlegu jafnvægi.
Þegar kekkirnir eru farnir má setja deigið í ílangt form og baka við 180°C í 40 til 45 mínútur.

Borðið með vænni klípu af góðu viðbiti.

KRYDDBRAUÐSUÐUREYRIBRAUÐKAFFIMEÐLÆTI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen)

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen). Soffía Vagnsdóttir setti inn mynd á fasbókina af girnilegu hollensku jólabrauði sem eiginmaður hennar bakaði. Ljúflega tóku þau hjónin í að deila uppskriftinni „Þær eru margar gómsætu uppskriftirnar sem hann Roland minn hefur fært inn í okkar tæplega 30 ára búskap. Reyndar er hann svo góður matreiðslumeistari að ég hef fundið mig knúna til að hverfa að verulegu leyti úr eldhúsinu nema til að vaska upp og taka til eftir matinn. Ég gæti aldrei toppað það sem hann getur galdrað og oft úr engu, svei mér þá. Hann er með þetta í puttunum, veit hvaða hráefni passar með hverju, þekkir skammtana (jafnvel þó Íslendingar þurfi miklu stærri skammta en aðrar þjóðir☺) og kann að bera fallega fram.

Tímaritið FÆÐA/FOOD

Fæða/Food

Á dögunum kom úr sérblað um mat og fjölbreytta matarmenningu á Íslandi. Kærkominn viðauki í matarmenningunni okkar og virðingarvert framtaka að hafa tímaritið bæði á íslensku og ensku. „Við skoðum efnið í víðu og oft óhefðbundnu samhengi enda tilgangurinn ekki að kenna fólki að elda, heldur veita innblástur og skemmtilegan fróðleik" segir á heimasíðunni.