Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Bláberjaterta - bláberjakaka brosandi góð hollusta Margrét Þórhildur Eggertsdóttir, Guðrún Sturludóttir og Friðrika Hanna Björnsdóttir. þorgrímsstaðir bláber terta kaka hráterta hrákaka
Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Sumarvinnan mín í ár er að elda á hóteli í Breiðdal. Aðstoðarstúlkurnar, sem ég kalla oftast gengilbeinur, fengu áskorun: Að semja texta við þessa tertu sem öllum þótti einstaklega góð. Myndin hér að neðan var tekin þegar þær í mikilli gleðivímu, sömdu textann og flissuðu heil ósköp á meðan. Texti þeirra er svo fyrir neðan myndina #lesistmeðþartilgerðumgleraugum.

— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTURBREIÐDALUR

.

Eldhressar stúlkur. Margrét Þórhildur Eggertsdóttir, Guðrún Sturludóttir og Friðrika Hanna Björnsdóttir

BláberjatertAN. Ólýsanleg terta. Ólýsanlega góð. Ólýsanlegt bragð nema smá bláberja. Gjörsamlega ólýsanlegt en ef við ættum að lýsa henni þá myndum við segja: Ansi hugguleg, keimur af kókos sem kemur frá kókosolíunni og kókosmjölinu, fersk bláber, mátulega sæt og grófmalaðar möndlurnar gera gæfumuninn fyrir áferðina. Smá rjómi með og þú ert kominn í ólýsanlega gott ástand. Albert hefur slegið öll met hér. Albert er glæpsamlega ólýsanlegur. 13/10. Tak for os.

„Ein besta hrákaka sem ég hef smakkað.” -New York Times

„Ef þessi kaka væri manneskja þá væri hún Rúrik Gíslason” -Men’s Health

„Une victoire pour le monde de gâteaux crus !” -Le Monde

„Þessi fer á blossandi ferð upp metsölulistann […] blossandi bjáberjaterta!” -Barnes & Noble

Einn er hver einn, kveðja Margrét Þórhildur Eggertsdóttir, Guðrún Sturludóttir og Friðrika Hanna Björnsdóttir.

— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTUR

Bláberjaterta

Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Botn:

150 g ferskar döðlur (ca 1/2 bolli)
130 g möndlur (ca 1 bolli)
2-3 msk hunang
1/2 tsk salt

Fylling:

1 1/2 dl kókosmjöl
1 1/2 dl kasjúhnetur
2 -3 dl fersk bláber
1-2 msk hunang
2-3 msk fljótandi kókosolía
2 tsk sítrónusafi

Botn: Malið möndlur í matvinnsluvél, bætið döðlum og hunangi saman við. Setjið smelluform hring á kökudisk og þrýstið deiginu í formið. Kælið.

Fylling: Maukið allt saman í matvinnsluvél. Hellið blöndunni í formið og kælið í nokkra klukkutíma. Rennið hníf meðfram smelluformshringnum og takið hann af. Skreytið með bláberjum og kókosmjöli.

Bláberjaterta

.

— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTURBREIÐDALUR

— BLÁBERJATERTA – BROSANDI HOLLUSTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.