er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast, en marga vantar þetta mikilvæga steinefni. Á síðustu öld minnkaði magnesíumneyslu um allt að 50% og það er áætlað að aðeins hjá fimmtungi íbúa vesturlanda sé magnesíumforðinn í lagi. Skortur á magnesíum kemur fram í mögum sjúkdómum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum/tönnum, hjartasjúkdómum, mígreni, vöðvakrampar, sársaukafullum tíðablæðingum, og jafnvel sykursýki. Úr 100 grömmum af hráu kakói fáum við 550 mg af magnesíum.
“Hrátt kakó er ekki aðeins ein besta magnesíumgjöfin sem völ er á, heldur inniheldur það einnig fjölda annarra næringarefna, eins og andoxunarefni, járn, kalk og trefjar. Magnesíum gegnir lykilhlutverki í yfir 300 lífsnauðsynlegum efnaskiptahvörfum í líkamanum, þar á meðal við stjórn á vöðva- og taugarafvirkni, blóðsykursstjórnun og blóðþrýstingi. Fyrir þá sem vilja auka magnesíuminntöku á náttúrulegan og hollan hátt, er hrátt kakó frábær valkostur sem sameinar heilsubætandi eiginleika með einstöku bragði. Með 550 mg af magnesíum í hverjum 100 grömmum er það ein öflugasta magnesíumuppspretta í fæðunni.”
Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.
Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.
Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.