Þorrinn og þorramaturinn – rammíslenskt

Þorrinn og þorramaturinn – rammíslenskt bóndadagur íslenskur matur ram balls ram testicles
Myndin birtist í flugtímariti EasyJet

Þorrinn og þorramaturinn.

Í gamla íslenska tímatalinu var Þorri fjórði mánuðurinn. Hann hefst frá 19. – 26. janúar. Sem kunnugt er er fyrsti dagur Þorra er kallaður bóndadagur. Þann dag á húsmóðir að gera vel við bónda sinn í mat. Þorra líkur með þorraþræl og daginn eftir hefst Góa með konudegi.

Orðið þorramatur er ekkert svo gamalt í málinu, innan við hundrað ára. Súrmatur var jú hversdagsmatur víðast hvar. Í nútímanum heyrist stundum að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit ég hvernig sá misskilningur varð til. Hið rétta er að súrsunin er geymsluaðferð sem notuð hefur verið notuð hér á landi í aldir. Súrsun, söltun, þurrkun og reyking eru aðferðir sem voru algengar öldum saman og eru enn. Fólk bjargaði sér í gamladaga og gerir enn.

Verum stolt af íslenska þorramatnum og nýtum enn frekar. Það liggja mörg tækifæri í honum. Hvernig væri að opna veitingahús sem einungis býður upp á þorramat, allan ársins hring? Slíkt mundir slá í gegn hjá ferðamönnum.

MUNUM: þorramatur er ekki skemmdur matur, við skulum leiðrétta þau fáu sem enn halda því fram 😉

ÞORRIÍSLENSKTÞJÓÐLEGT

.

Myndin birtist í flugtímariti EasyJet

.

— RAMMÍSLENSKUR ÞORRAMATUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.