Þorrinn og þorramaturinn – rammíslenskt

Þorrinn og þorramaturinn – rammíslenskt bóndadagur íslenskur matur ram balls ram testicles
Myndin birtist í flugtímariti EasyJet

Þorrinn og þorramaturinn.

Í gamla íslenska tímatalinu var Þorri fjórði mánuðurinn. Hann hefst frá 19. – 26. janúar. Sem kunnugt er er fyrsti dagur Þorra er kallaður bóndadagur. Þann dag á húsmóðir að gera vel við bónda sinn í mat. Þorra líkur með þorraþræl og daginn eftir hefst Góa með konudegi.

Orðið þorramatur er ekkert svo gamalt í málinu, innan við hundrað ára. Súrmatur var jú hversdagsmatur víðast hvar. Í nútímanum heyrist stundum að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit ég hvernig sá misskilningur varð til. Hið rétta er að súrsunin er geymsluaðferð sem notuð hefur verið notuð hér á landi í aldir. Súrsun, söltun, þurrkun og reyking eru aðferðir sem voru algengar öldum saman og eru enn. Fólk bjargaði sér í gamladaga og gerir enn.

Verum stolt af íslenska þorramatnum og nýtum enn frekar. Það liggja mörg tækifæri í honum. Hvernig væri að opna veitingahús sem einungis býður upp á þorramat, allan ársins hring? Slíkt mundir slá í gegn hjá ferðamönnum.

MUNUM: þorramatur er ekki skemmdur matur, við skulum leiðrétta þau fáu sem enn halda því fram 😉

ÞORRIÍSLENSKTÞJÓÐLEGT

.

Myndin birtist í flugtímariti EasyJet

.

— RAMMÍSLENSKUR ÞORRAMATUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum. Það er talað um belg, stilk og fót á glösum á fæti. Þegar haldið er á rauðvíns- eða hvítvínsglasi er haldið um stilkinn. Ástæðan er sú að með því að halda um belginn kámum við glasið með húðfitu og hitum vínið.  Meira um hvernig haldið er á léttvínsglösum HÉR Fólk sem endar ræður sínar á því að skála, biður gesti að lyfta glösum, síðan dreypa allir á og lyfta aftur (samt ekki of hátt). Þetta á líka við um þann sem stendur fyrir skáluninni - hann dreypir líka á. Meira um skálun HÉR

Matur sem má borða með fingrunum

Matur sem má borða með fingrunum. Hver kannast ekki við að vera í veislu eða á veitingastað og langa til að nota guðsgafflana í staðinn fyrir hnífapörin? Það er ýmislegt sem við megum nota puttana við og er jafnvel æskilegra að nota þá en hnífapörin. Það er ákveðin stemning því samfara að nota fingurna. Það getur verið æskilegt að gestgjafi láti vita þegar hann býður heim hvað hann ætli að hafa svo fólk geti gert ráðstafanir eða komi ekki af fjöllum. Við viljum síður mæta í okkar fínasta og dýrasta dressi og eiga von á því að eitthvað slettist á okkur. Ef boðið er upp á mat sem gestir kunna ekki að „eiga við” þá er ágætt að hafa örstutta sýnikennslu. Munið bara að hafa vel af servíettum eða blauttuskum.