Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu reynis elísabet næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings. Þó ég sé frekar upptekinn af hollum mat þá er markmiðið ekki að verða 125 ára heldur að líða vel og lifa sæmilega góðu lífi núna og það sem ég á eftir. Að tengja næringu og líðan ásamt því að skilja af hverju sumt sem var að hrjá mig hefur lagast gerir mig mun meðvitaðri um hvernig ég vil hafa áframhaldið.

Við Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur eða Beta eins og ég kalla hana erum búin að hittast reglulega frá því í haust með það að markmiði að skoða mataræði mitt og hvort hægt er að gera betur og þá hvernig. Ástæðan fyrir því að ég fór til Betu var ekki það að eitthvað væri að angra mig sérstaklega, heldur meira að mig langaði að gera sjá með aðstoð næringarfræðings hvort ég væri í alvöru að borða hollt og jafnvel gera nokkrar tilraunir. Við tókum þetta skref fyrir skref.

Elísabet reynisdóttir næringarfræðingur

Matartengt hegðunarmynstur. Á fyrsta fundinum rakti ég fyrir henni matarsögu mína, bæði dags daglega og líka frá því í æsku. Það rifjuðust upp ýmsar matartengdar minningar, langflestar mjög ljúfar enda var ég afar matheilt barn sem konur elskuðu að gefa að borða. Beta hvatti mig til að skrifa matardagbók og vera nokkuð nákvæmur. Það gerði ég og er áhugavert að sjá svart á hvítu hvað það er sem maður borðar. Sem dæmi er ég sólginn í osta, saltaðan mat, drekk um 4 bolla af kaffi á dag og rúman lítra af vatni. Þá hélt ég að fiskneysla mín væri mun meiri.

Fyrsta verkefnið var að taka alveg út osta. Vorum að skoða áhrifin á meltingu og hvort að osturinn hefur áhrif á liðna. Það var svolítið erfitt en gekk að mestu eftir.

Á næsta fundi rýndi Beta í matardagbókina og fór að velta fyrir sér steinefnum. Mögulega vantaði upp á steinefnabúskapinn í líkamanum. Þá setti hún mig á mysu(kúrinn). Daglega drakk ég glas af Mysu. Fann svo sem ekki mikla breytingu en löngunin í osta og salt minnkaði.

Síðan brettum við upp ermar; ostur var tekinn úr, cayennepipars,-sítrónu,- og ólífuolíudrykkur daglega, kolvetni minnkuð og seinna fóru þau alveg út. Allt þetta er mjög hressandi og vel þess virði að prófa.

Erfiðast af öllu var að taka út kolvetni, stundum vottaði fyrir höfuðverk og ég viðurkenni alveg að ég féll margoft. Þegar ég sleppti alveg kolvetnunum leið mér vel, mjög vel.

Erfiðast af öllu var að taka út kolvetni, stundum vottaði fyrir höfuðverk og ég viðurkenni alveg að ég féll margoft. Þegar ég sleppti alveg kolvetnunum leið mér vel, mjög vel.

Besta við að hittast reglulega var það að kynnast sjálfum mér betur og með því að setja hefðir og vana í orð og ræða það við Betu varð allt svo miklu raunverulegra og skýrara. Þannig gat ég sett mér betri markmið að bæta það sem mér fannst gott fyrir mig.

Albert lukka pálsdóttir guðrún Happ borgartúni

Clean Gut. Enn voru spilin lögð á borðið október þegar við fórum á fund með Lukku á Happi. Hún ráðlagði þrjár vikur á Clean Gut fæði(án glútens, sykurs og mjólkurvara) og 16/8 föstu með(fastað í sextán tíma og borðað í átta). Daglega fékk ég matarpakka hjá henni og eftir nokkra daga fann ég gríðarlegan mun á mér. Maturinn var bæði fjölbreyttur og bragðgóður. Flesta dagana var ég 100% á hreina fæðinu og leið hrikalega vel af því. Safar, chiagrautar, hnetur, möndlur, fiskur, kjöt, salöt, grænmeti, kínóa og ég veit ekki hvað og hvað. Allt sem ég fékk bragðaðist vel, var fallegt að sjá og fór vel í mig. Helstu breytingarnar voru þessar:

-Það hrundu af mér kílóin

-Skýrari í hugsun og „ferskur” allan daginn

-Orkumeiri og vinnusamari en áður

-Skýrari sjón, bjartari litir og glansandi augu

-16:8 fastan hentar mér mjög vel

-betri í húðinni

-Úthvíldur eftir næstursvefn.

Olga Helgadóttir

Ljósmyndirnar af okkur Elísabetu tók Olga Helgadóttir.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.