Hótel Húsafell – unaðsreitur og bragðgóður matur

Hótel Húsafell – unaðsreitur og bragðgóður matur. Það þarf ekki að fara til útlanda til að leita sér upplyftingar í skammdeginu. Hótel Húsafell er friðsæll unaðsreitur í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Þar er dásamlegt að busla í lauginni, fara í heita pottinn og horfa á norðurljós í kyrrðinni, skella sér svo (nakinn) í snjóinn og í heita sturtu.

Að því loknu fórum við inn á notalegan veitingastaðinn, þar sem mætti okkur arinn, lágvær tónlist, Nat King Cole, Sinatra og þess háttar mýkt og dempuð ljós. Jóhanna tók á móti okkur með bros á vör og leiddi okkur í allan sannleika um matinn. Við fengum okkur fjögurra rétta matseðil.

Sem lystauka fengum við fyrst stökkt, nýbakað brauð sem marraði í eins og snjónum úti með mjúku, hrærðu smjöri og hreindýrapaté, ribsberjum og rauðlauksmauki. Þetta stóð undir nafni, því að nú æstust bragðlaukarnir um allan helming.

Fyrst fengum við skelfisksúpu. Í skálinni voru humar, bláskel og hörpuskel, súrsuð sinnepsfræ og dillolía. Síðan hellti Jóhanna soðinu hellt yfir. Þannig er komið í veg fyrir að skelfiskurinn ofeldist. Súpan var bragmikil og einstaklega ljúffeng. Sauvignon blanc var fullkomið með.

 

 

 

 

Þá kom dúnmjúk, heitreykt gæsabringa með sveppabyggi, hægeldað andalæra-confit, trufflu-majónes og aðalbláber, örugglega borgfirsk, með þurrkuðu súrdeigsbrauði og trufflusnjó. Íslenska heiðin í aðalhlutverki, upplifun fyrir líkama og sál.

 

Lambahryggvöðvi bráðnaði í munni og ekki var félagsskapurinn af verri endanum, blómkáls- og kartöflukaka, blómkáls- og sveppamauk, sýrt blómkáli og portobello sveppur  með madeira rauðvínssósu. Með þessu var upplagt að fá sér glas af Torres Gran Coronas. Þetta stóð forréttunum fyllilega á sporði.

 

 

Volg súkkulaðikaka með karamellu, kirsuberjum og hindberjaís var frábær samsetning, allir komnir í sæluvímu og varla á það bætandi. Eiginlega vorum við orðlausir, þetta var svo góður eftirréttur og við næstum því sleikutum diskana okkar. En hver slær hendinni á móti kaffi og Grand Marnier (ekki mariner sem sagt) . Ekki hægt að segja að það hafi spillt fyrir.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.