Þorrinn og þorramaturinn – rammíslenskt

Þorrinn og þorramaturinn – rammíslenskt bóndadagur íslenskur matur ram balls ram testicles
Myndin birtist í flugtímariti EasyJet

Þorrinn og þorramaturinn.

Í gamla íslenska tímatalinu var Þorri fjórði mánuðurinn. Hann hefst frá 19. – 26. janúar. Sem kunnugt er er fyrsti dagur Þorra er kallaður bóndadagur. Þann dag á húsmóðir að gera vel við bónda sinn í mat. Þorra líkur með þorraþræl og daginn eftir hefst Góa með konudegi.

Orðið þorramatur er ekkert svo gamalt í málinu, innan við hundrað ára. Súrmatur var jú hversdagsmatur víðast hvar. Í nútímanum heyrist stundum að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit ég hvernig sá misskilningur varð til. Hið rétta er að súrsunin er geymsluaðferð sem notuð hefur verið notuð hér á landi í aldir. Súrsun, söltun, þurrkun og reyking eru aðferðir sem voru algengar öldum saman og eru enn. Fólk bjargaði sér í gamladaga og gerir enn.

Verum stolt af íslenska þorramatnum og nýtum enn frekar. Það liggja mörg tækifæri í honum. Hvernig væri að opna veitingahús sem einungis býður upp á þorramat, allan ársins hring? Slíkt mundir slá í gegn hjá ferðamönnum.

MUNUM: þorramatur er ekki skemmdur matur, við skulum leiðrétta þau fáu sem enn halda því fram 😉

ÞORRIÍSLENSKTÞJÓÐLEGT

.

Myndin birtist í flugtímariti EasyJet

.

— RAMMÍSLENSKUR ÞORRAMATUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hampmjólk

Hampmjólk. Sú var tíð að flestir á þessu landi trúðu því að við kæmumst ekki af án kúamjólkur. Gamla tuggan um að við yrðum að drekka mjólk til að fá kalk á ekki við lengur því nú vitum við að til eru mjög margir kalkgjafar sem eru betri en kúamjólk.

Eplaréttur með beikoni og timian

Eplaréttur með beikoni og timjan

Eplaréttur með beikoni og timian. Alltaf gaman að prófa nýja rétti, eitthvað nýtt og óvænt. Samsetningin kom mér þægilega á óvart, bæði smakkaði ég eplaréttinn einan og sér og einnig sem meðlæti með eggjaköku. Hvort tveggja mjög gott.