Skóbót – syndsamlega góð terta
Á Fasbók er hópur sem heitir Skemmtileg íslensk orð. Um daginn var spurt hvort fólk kannaðist við Skóbót sem nafn á púðursykursmarengs, en hún er alþekkt í Vestmannaeyjum. Margir könnuðust við hana, flestir úr Vestmannaeyjum og uppskriftir voru birtar. Við stóðumst ekki mátið og prófuðum Skóbótina. Hún hvarf svo eins og dögg fyrir sólu!
— MARENGSUPPSKRIFTIR — VESTMANNAEYJAR — TERTUR —
.
Skóbót – syndsamlega góð terta
4 eggjahvítur
4 dl brúnn púðursykur
1/2 l rjómi
1 b karamellukurl
Stífþeytið hvítur og púðursykur. Skiptið deiginu í fjóra hluta og setjið með sleif á smjörpappír (gott að hafa formbotn undir til að miða við svo að allir botnarnir séu jafnstórir). Bakið í 1-1 1/2 klst. við 90-100 gráður. Látið kólna vel. Ef þessir fjórir botnar komast ekki í ofninn í einu, borgar sig að hræra heilminginn af deiginu í einu, það breytist ef að maður lætur það bíða.
Þeytið rjómann og blandið karamellukurli saman við og setjið á milli botnanna 5 tímum áður en kakan er borin fram. Einnig má setja súkkulaði í rjómann, döðlur eða banana.
.
— MARENGSUPPSKRIFTIR — VESTMANNAEYJAR — TERTUR —
.