Skóbót – syndsamlega góð terta

Skóbót – syndsamlega góð terta Skóbót marengs rjómi vestmannaeyjar púðursykursmarengs
Skóbót – syndsamlega góð terta

Skóbót – syndsamlega góð terta

Á Fasbók er hópur sem heitir Skemmtileg íslensk orð. Um daginn var spurt hvort fólk kannaðist við Skóbót sem nafn á púðursykursmarengs, en hún er alþekkt í Vestmannaeyjum. Margir könnuðust við hana, flestir úr Vestmannaeyjum og uppskriftir voru birtar. Við stóðumst ekki mátið og prófuðum Skóbótina. Hún hvarf svo eins og dögg fyrir sólu!

 MARENGSUPPSKRIFTIRVESTMANNAEYJARTERTUR

.

Skóbót – syndsamlega góð terta

4 eggjahvítur

4 dl brúnn púðursykur

1/2 l rjómi

1 b karamellukurl

Stífþeytið hvítur og púðursykur. Skiptið deiginu í fjóra hluta og setjið með sleif á smjörpappír (gott að hafa formbotn undir til að miða við svo að allir botnarnir séu jafnstórir). Bakið í 1-1 1/2 klst. við 90-100 gráður. Látið kólna vel. Ef þessir fjórir botnar komast ekki í ofninn í einu, borgar sig að hræra heilminginn af deiginu í einu, það breytist ef að maður lætur það bíða.

Þeytið rjómann og blandið karamellukurli saman við og setjið á milli botnanna 5 tímum áður en kakan er borin fram. Einnig má setja súkkulaði í rjómann, döðlur eða banana.

.

 MARENGSUPPSKRIFTIRVESTMANNAEYJARTERTUR

— SKÓBÓT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðað í Brussel – myndband frá matarborginni miklu

Borðað í Brussel - myndband frá matarborginni miklu. Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Þetta er bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015 - TOPP TÍU. Gleðilega hátið kæru vinir! Hefð er fyrir því um áramót að horfa um öxl. Mikið er ég þaklátur fyrir mikla umferð um síðuna sem hefur verið alveg frá upphafi, daglega skoða nokkur þúsund manns síðuna. Helsta breytingin í ár er að fyrir aðventuna kom hnappur með jólauppskriftunum og í upphafi næsta árs kemur hnappur sem heitir borðsiðir. Meira um það síðar.

Bankabyggsalat með pestói og sólþurrkuðum tómötum

Bankabyggsalat. Það er gráupplagt að nota bankabygg í salat. Sólrún riggaði upp fjölbreyttu hlaðborði um daginn, þar var m.a. boðið upp á þetta undursamlega góða salat. Eins og oft áður hjá henni átum við yfir okkur....