Skóbót – syndsamlega góð terta

Skóbót – syndsamlega góð terta Skóbót marengs rjómi vestmannaeyjar púðursykursmarengs
Skóbót – syndsamlega góð terta

Skóbót – syndsamlega góð terta

Á Fasbók er hópur sem heitir Skemmtileg íslensk orð. Um daginn var spurt hvort fólk kannaðist við Skóbót sem nafn á púðursykursmarengs, en hún er alþekkt í Vestmannaeyjum. Margir könnuðust við hana, flestir úr Vestmannaeyjum og uppskriftir voru birtar. Við stóðumst ekki mátið og prófuðum Skóbótina. Hún hvarf svo eins og dögg fyrir sólu!

 MARENGSUPPSKRIFTIRVESTMANNAEYJARTERTUR

.

Skóbót – syndsamlega góð terta

4 eggjahvítur

4 dl brúnn púðursykur

1/2 l rjómi

1 b karamellukurl

Stífþeytið hvítur og púðursykur. Skiptið deiginu í fjóra hluta og setjið með sleif á smjörpappír (gott að hafa formbotn undir til að miða við svo að allir botnarnir séu jafnstórir). Bakið í 1-1 1/2 klst. við 90-100 gráður. Látið kólna vel. Ef þessir fjórir botnar komast ekki í ofninn í einu, borgar sig að hræra heilminginn af deiginu í einu, það breytist ef að maður lætur það bíða.

Þeytið rjómann og blandið karamellukurli saman við og setjið á milli botnanna 5 tímum áður en kakan er borin fram. Einnig má setja súkkulaði í rjómann, döðlur eða banana.

.

 MARENGSUPPSKRIFTIRVESTMANNAEYJARTERTUR

— SKÓBÓT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marshall restaurant á ferskum Grandagarði

Marshall restaurant. Glaðir vorvindar geysast um Grandann í Reykjavík og miðbærinn hefur nú teygt sig alla leið þangað. Marshall restaurant í samnefndu húsi er hluti af nýjum ferskum Grandagarði.

Á fyrstu hæðinni í Marshall húsinu er rúmgóður veitingastaður, hann er bjartur enda stórir gluggar í báðar áttir. Yndislegt útsýni er yfir höfnina þar sem bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla inn og út. Fín hnífapör og hvítar tauservíettur, alltaf segir það nú sitthvað um staðinn og sem fyrstu áhrif sem maður fær á tilfinninguna fyrir því að hér sé vandað til verka.

Sólrúnarbrauð – besta brauðið

Sólrúnarbrauð - Besta brauðið. Sólrún sú hin sama og bakaði Hommabrauðið góða bakaði einnig annað lyftiduftsbrauð fyrir okkur sem hún kallar besta brauðið en mér finnst ekki síður að kalla það Sólrúnarbrauð. Eins og sjá má í uppskriftinni er auðvelt að breyta í glútenlaust brauð

Sírópslengjur – renna út eins og heitar lummur

Sírópslengjur. Þegar við bekkjarsystkinin úr grunnskóla komum saman á dögunum þá kom Jóhanna með sírópslengur sem runnu út (ofan í okkur) eins og heitar lummur. Mjög góðar með kaffibolla. Það er einhver óútskýrð sæla sem fylgir gömlum kaffimeðlætisuppskriftum, kannski er það sírópið í grænu krukkunum.