Pasta með pecorino og pipar – Cacio e pepe

Pasta með pecorino og pipar – Cacio e pepe

Pasta með pecorino og pipar – Cacio e pepe

Einfaldur og ótrúlega góður pastaréttur. Munið bara að sjóða pastað ekki í mauk. Ef ekki ert til Pecorino ostur má nota Parmesan.

 PASTARÉTTIR — ÍTALÍA

.

Pasta með pecorino og pipar – Cacio e pepe

250 g Linguine

1 tsk nýmalaður pipar

2 hvítlausrif söxuð

ólífuolía

3 msk pastasoð

40 g smjör

1 b saxaður Pecorino ostur

1 msk ólíurolía

salt og pipar

Steikið pipar og hvítlauksrif í ólífuolíu, u.þ.b. 1 mín. Geymið.
Sjóðið pasta í saltvatni eftir leiðbeiningum á pakka, al dente, ekki í mauk. Gott er að nota víðan pott eða stóra pönnu, svo að allt pastað fari ofan í vatnið, þegar sýður.
Hellið 3 msk af pastasoði yfir olíuna með 40 g af smjöri.
Færið pastað út í olíuna með töngum ásamt söxuðum pecorino osti og ólífuolíu. Hrærið í með gaffli, þar til osturinn er bráðinn, e.t.v. með nokkrum msk af pastasoði.
Gróft salt og pipar eftir þörfum. Berið fram með grófu salti, pipar og rifnum osti í skál.

.

— PECORINO PASTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hátíðlegur chiabúðingur

Chiagrautur

Hátíðlegur chiabúðingur. Það er auðvelt að útbúa chiagraut og líka möndlumjólk. Þessi bragðgóði chiabúðingur er léttur og hollur. Chiafræ eru kalk-, trefja- og prótínrík, auk þess innihalda þau omega 3 og 6.

Gullnar reglur fyrir þau sem ferðast ein

Sjö gullnar reglur fyrir þá sem ferðast einir. Það getur vafist fyrir fólki að ferðast án ferðafélaga. Það er í raun heilmikil áskorun í því. Hættið að hugsa um þetta og drífið ykkur af stað.