Pasta með pecorino og pipar – Cacio e pepe

Pasta með pecorino og pipar – Cacio e pepe

Pasta með pecorino og pipar – Cacio e pepe

Einfaldur og ótrúlega góður pastaréttur. Munið bara að sjóða pastað ekki í mauk. Ef ekki ert til Pecorino ostur má nota Parmesan.

 PASTARÉTTIR — ÍTALÍA

.

Pasta með pecorino og pipar – Cacio e pepe

250 g Linguine

1 tsk nýmalaður pipar

2 hvítlausrif söxuð

ólífuolía

3 msk pastasoð

40 g smjör

1 b saxaður Pecorino ostur

1 msk ólíurolía

salt og pipar

Steikið pipar og hvítlauksrif í ólífuolíu, u.þ.b. 1 mín. Geymið.
Sjóðið pasta í saltvatni eftir leiðbeiningum á pakka, al dente, ekki í mauk. Gott er að nota víðan pott eða stóra pönnu, svo að allt pastað fari ofan í vatnið, þegar sýður.
Hellið 3 msk af pastasoði yfir olíuna með 40 g af smjöri.
Færið pastað út í olíuna með töngum ásamt söxuðum pecorino osti og ólífuolíu. Hrærið í með gaffli, þar til osturinn er bráðinn, e.t.v. með nokkrum msk af pastasoði.
Gróft salt og pipar eftir þörfum. Berið fram með grófu salti, pipar og rifnum osti í skál.

.

— PECORINO PASTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ítalskt tómatasalat

Ítalskt tómatasalat. Hollt og gott tómatasalat eins og þetta passar með flestum réttum, já ef ekki bara öllum. Það er ágætt að láta salatið standa í um klukkustund áður en það er borið fram.