Lúxusfiskréttur

Lúxusfiskréttur fiskur í ofni þorskur karrý karrýsósa rjómasósa grænmeti og fikur grænmetisfiskréttur karrýfiskur ofnbakaður vaskur egilsstaðir
Lúxusfiskréttur

Lúxusfiskréttur með rækjum

Í sumar var ég að kaupa eitt og annað í hinni ágætu búð Vaski á Egilsstöðum. Þegar heim var komið tók ég eftir að í kaupbæti hafi ég fengið uppskrift að fínasta fiskrétti. Að vísu átti ég ekki til ananas í dós svo hann er innan sviga hér að neðan. Fiskurinn fór á botninn í eldfast form, grænmetisrjómasósan yfir og loks rækjurnar. Gullfallegur og verulega góður réttur.

.

FISKUR Í OFNIFISKUR Í RASPIEGILSSTAÐIRFISKRÉTTIRFISKIBOLLUR

.

Lúxusfiskréttur

Lúxusfiskréttur með rækjum

800 g þorskur í bitum
300 g rækjur
200 g sveppir í sneiðum
1 laukur
1/2 blaðlaukur
olía til steikingar
1 rauð paprika
1 græn paprika
2 gulrætur
(Lítil dós ananaskurl + safi)
150 g rjómaostur
1 dl rjómi
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
1/2 tsk paprika
2 tsk karrý
1 tsk fiskikraftur

Skerið lauk og blaðlauk og mýkið í olíu á önnu. Bætið við papriku, gulrótum, sveppum og látið steikjast stutta stund. Látið því næst ananas, ananassafa, rjóma og rjómaost. Hitið og hrærið í þangað til allt er leyst upp.
Bætið fiskinum saman við og látið krauma í um 10 mín. Stráið rækjum yfir steinselju til skrauts. EÐA látið í eldfast form og bakið við 175°C í 10-12 mín.
Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati

🤍

FISKUR Í OFNIFISKUR Í RASPIEGILSSTAÐIRFISKRÉTTIRFISKIBOLLUR

LÚXUSFISKRÉTTUR

🤍

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi. Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar á hollustufæði frá Lukku á Happi.

Við byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel.