Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri kirkjubæjarklaustur klaustur klaustri
Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri

Á ferðalögum um landið er áhugavert að stoppa ekki bara í vegasjoppum, þó sjoppur séu ágætar. Viða á minni stöðum er fádæma metnaður í matargerð og oftast matur úr héraði. Með auknum straumi ferðamanna eru fleiri og fleiri staðir opnir allt árið. Verum þakklát fyrir ferðamennina, þeir færa okkur ekki aðeins gjaldeyri, heldur líka fleiri veitingahús, hótel og margt, margt fleira. Einn af þessum metnaðarfullu stöðum við hringveginn er Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Bjart, vingjarnlegt og heimilislegt fjölskyldurekið veitingahús sem vel má mæla með.

Á móti okkur tók lokkandi matarilmur og glaðleg þjónustúlka. Meðan við biðjum eftir matnum fræddi Vignir eigandi okkur um staðinn, lífið á Klaustri og margt fleira.  Þau mæltu með tveimur vinsælustu réttunum, klaustursbleikju og pitsu.

KIRKJUBÆJARKLAUSTUR — ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR —

.

Kartöflu og lauksúpa

Kartöflu og lauksúpa

Fyrst byrjuðum við á að fá okkur fallega ljósgræna, bragðmikil kartöflu- og lauksúpu – bragðmikil án þess þó að vera sterk. Það er nú bara þannig að fátt gleður mig eins og að fá nýbakað brauð með súpu. Þétt, volgt brauð með smjöri og heimagerðu pestó.

 

Smjörsteikt klaustursbleikja

Smjörsteikt klaustursbleikja

Það þarf ekkert að orðlengja það að hún er afar bragðgóð og vel þess virði að stoppa og fá sér himneska bleikju, bleikju sem er uppalin á Klaustri. Stökk að utan, fullkomlega elduð, mjúk og bragðgóð. með henni voru steiktar kartöflur í sneiðum, grænmeti og heit sósa.

Pitsa með pepperóni, jalapenó, sveppum og rauðlauk. mikið af öllu, samt ekki of mikið af jalapenó. Stökkur pitsubotn og vel bökuð pitsa.

Pitsa með pepperóni, jalapenó, sveppum og rauðlauk. mikið af öllu, samt ekki of mikið af jalapenó. Stökkur pitsubotn og vel bökuð pitsa.
Haft var á orði að með þessari pitsu væri gott að fá bjór eða gott rauðvínsglas.

Í eftirrétt var marglaga mjúk súkkulaðiterta með trönuberjum og kaffi með. Hvað er þetta með súkkulaðitertur og kaffi?

 

Í eftirrétt var marglaga mjúk súkkulaðiterta með trönuberjum og kaffi með. Hvað er þetta með súkkulaðitertur og kaffi?

Eftir heimsóknina sendi ég Vigni póst og óskaði eftir uppskrift að brauðinu góða. Það stóð nú ekki á því – uppskriftin er í stærra lagi fyrir venjuleg heimili en birtist hér engu að síður:

„Með brauðið þá er ég nokkurvegin með hana í höfðinu😉”

Súpubrauðið á Systrakaffi

8kg hveiti

3,7 lítar vatn

1 matskeið ger

3,5dl olía

1 líter af pilsner eða bjór

3dl sykur

1dl salt

4 matsk paprikkukrydd

4 matsk hvítlaukskrydd

Slatti af sólþurkuðum tómötum

Slatti af ólífum 😉

Annars er brauðið okkar mjög breytilegt fer svolítið eftir því hver gerir það 😊( hvað hverjum þykir best að nota ) annars er grunnurinn alltaf sá sami
Kv Vignir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matwerk á Laugavegi – nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi

Matwerk á Laugavegi - nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi. Veitingastaðurinn Matwerk er á Laugavegi 96, rétt fyrir neðan gatnamót Laugavegar og Snorrabrautar. Þar er ný-íslensk matreiðsla með laufléttum fusion snúningi í smáréttastíl. Á staðnum er gott úrval af kokteilum, léttvínum og bjór. Þarna er notaleg stemming og falleg list á veggjum, hlýir jarðlitir og viður. Á Matwerki er íslenskt hráefni og þar er unnið með íslenskar hugmyndir og hráefni, eins og steiktur fiskur dagsins (spari,spariútgáfa af heimilisfiski) og skyr með brulée. Yfirmatreiðslumaður á Matwerki er Stefán Hlynur Karlsson og hjá þeim er látlaus og þægileg þjónusta.

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi. Á ferðalagi í Grikklandi fyrir mörgum árum bragðaði ég ferskar fíkjur í fyrsta skipti. VÁ! hvað þær brögðuðust vel. Það er langur bragðvegur frá þurrkuðum fíkjum til þeirra fersku.