Kaffiboð hjá Boggu á Núpi

Kaffiboð hjá Boggu á Núpi Kaffiboð núpur berufjörður tertur smjörkrem Döðlutvist göðlugott Helena Draumey Kaffijógúrtkökur Bogga núpur Kolbrún Rós Björgvinsdóttir Vilborg Friðriksdóttir núpi rúlluterta með kremi appelsínukaka appelsínuterta
Bogga, Helena Draumey og Kolbrún Rós

Kaffiboð hjá Boggu á Núpi

Á Núpi í Berufirði búa rausnarbúi Vilborg frænka mín Friðriksdóttir og Björgvin Gunnarsson, betur þekkt sem Bogga og Bói á Núpi. Á leið minni austur á dögunum hringdi ég í Boggu og spurði hvort hún ætti kaffi á könnunni. Já já, hún hélt það nú. Þegar þangað kom beið uppdúkað borð með heimabökuðu góðgæti eins og best gerist á íslenskum sveitaheimilum. Ó hvað er gaman að vera til #ogbjóðaséríkaffi.

.

VILBORG FRIÐRIKSDÓTTIRAPPELSÍNUKAKAKAFFIJÓGÚRTKÖKURBANANABRAUÐDÖÐLUGOTT MEÐ TVISTIBRÚN RÚLLUTERTA MEÐ SMJÖRKREMIBERUFJÖRÐUR

.

Appelsinukaka
Appelsinukaka

Appelsinukaka. Ömmustelpan Helena Draumey plokkaði kremið ofan af tertunni og borðaði af mikilli áfergju.

Appelsinukaka

200 gr sykur
2 stk egg
1 dl mjólk
100 gr smjör
200 gr hveiti
1/2 msk lyftiduft
Börkur af einni appelsínu

Krem

300gr suðusúkkulaði
2 msk appelsínusafi
30 g smjör

Sykur og egg þeytt vel saman. Smjörið brætt og sett út í ásamt restinni af hráefnunum.

Sett í 26 cm hringform, bakað við 180° í 35-40 mín. Súkkulaði, smjör og appelsínusafinn brætt saman þar til orðið kekklaust og smurt svo yfir botninn þegar hann er orðinn kaldur.

Kaffijógúrtkökur
Kaffijógúrtkökur

Kaffijógúrtkökur

120 gr sykur
150 gr smjör
3 egg
160 hveiti
2 tsk lyftiduft
smá salt
3 msk kalt kaffi eða svipað magn af kaffijógúrt

Smjör og sykur þeytt vel saman. Eggjunum bætt í einu og einu, hrært í hálfa mínútu á millli. Sett í muffinsform og bakað í ca. 15 mín á 200°C.
Okkur finnst gott að setja ofan á þær smjörkem með kaffi.

Bananabrauð
Bananabrauð

Bananabrauð

1/2 bolli sykur
1 bolli hveiti
2 stappaðir bananar
1 egg
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt

Öllu hrært saman í hrærivél og bakað í ca. 35 min við 180°C. Og hér er lykilatriði að nota vel þroskaða banana.

 

Brún rúlluterta með smjörkremi
Brún rúlluterta með smjörkremi.

Brún rúlluterta með smjörkremi

3 egg
100 gr sykur
60 gr hveiti
1 1/2 msk kartöflumjöl
2 tsk kakó
1/2 tsk matarsodi

Smjörkrem

150 gr smjör
100 gr smjörlíki
230 gr flórsykur
1 egg
1 tsk vanilludropar

Egg og sykur er þeytt vel saman í ca. 10 mín. Þurrefnin sett varlega út í og blandað með sleikju. Deiginu smurt á plötu og bakað við 230° í 6-7 mín.
Krem: Öllu blandað saman og hrært í öðrum gír í ca. 12-15 mín, minna eftir því sem smjörið er mjúkt, því kaldara þeim mun lengur þarf að hræra. Smyrjið á botninn þegar hann er orðinn kaldur og rúllið honum upp.

Glæsilegt kaffiborð á Núpi

 

Döðlugott með tvisti
Döðlugott með tvisti

Döðlugott með tvisti

250 gr saxaðar döðlur
2 msk hunang eða 90 gr púðursykur
100 gr smjör
4 dl Rice Crispies

150 gr Rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti

Döðlur, smjör og hunang sett saman í pott. Mér finnst að fá góðan hita í blönduna áður en ég tek pottinn af hellunni og set rice crispies saman við. Helli svo úr pottinum á bökunarplötu og slétti vel úr blöndunni. Læt hana kólna vel og set svo bráðið rjómasúkkulaðið yfir blönduna. Mér finnst gott að frysta blönduna, taka hana svo út þegar hún er orðin vel frosin og skera döðlugottið í hæfilegar munnbitastærðir.

VILBORG FRIÐRIKSDÓTTIRAPPELSÍNUKAKAKAFFIJÓGÚRTKÖKURBANANABRAUÐDÖÐLUGOTT MEÐ TVISTIBRÚN RÚLLUTERTA MEÐ SMJÖRKREMIBERUFJÖRÐUR

— KAFFIBOÐ HJÁ BOGGU Á NÚPI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.