Bubba og Daddý halda matarboð

matarboð, Bubba, Daddý, Pavlova með ávöxtum veisla, Kartöflur, rósakál og strengjabaunir Kálfasnitsel snitsel kálfakjöt Rækjukoktell Þorkell Jóelsson, Íris Björk Viðarsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Ásmundur Kristinsson, Sigrún Guðjónsdóttir, Hólmfríður Kristinsdóttir(Bubba), Gunnar Karl Gunnlaugsson, Eggert Pálsson, Signý Sæmundsdóttir, Dagbjört Helena Óskarsdóttir, Daddý, Ólöf Helgadóttir og Friðrik Snorrason.
Prúðbúnir veislugestir

Bubba og Daddý halda matarboð

Vinkonurnar Hólmfríður og Dagbjört, betur þekktar sem Bubba og Daddý, buðu nokkrum góðum vinum sínum í mat á dögunum. Þær dömurnar kunna að njóta lífsins og bjóða oft til veislu með stuttum fyrirvara.

DADDÝBUBBARÆKJUKOKTELLSNITSELPAVLOVA

.

Rækjukoktell

Hugmyndin að forréttinum var fengin frá Ragnari Frey en er hér svolítð breyttur.

Rækjukoktell

500 g rækjur

½ rauðlaukur

1 hvítlauksrif

½ græn paprika

½ gul paprika

½ rauð paprika

safi úr einni sítrónu

steinselja

2 mangó

200 ml sýrður rjómi

Sósa:

2 msk taílensk chili-sósa

1/2 chili-pipar. Fræhreinsaður og saxaður smátt

salt og pipar

Skerið laukinn, hvítlaukinn og paprikurnar í litla bita og setjið í skál. Saltið og piprið og setjið saman við safa úr heilli sítrónu.

Flysjið mangó og skerið aldinkjötið í litla bita og bætið í skálina ásamt handfylli af smátt skorinni steinselju. Skolið rækjurnar og bætið út á grænmetið og mangóið. Hrærið vel saman og látið standa í ísskáp til að bragðið nái að blandast vel saman.

Sósan: Hrærið saman öllu saman og látið standa í ísskáp í um 2 klst áður en hellt er yfir rækjurnar.

Kálfasnitsel

Kálfasnitsel

3 kg kálfasnitsel

6 egg

1 tsk karrý

salt og pipar

2 b rasp

250 g smjöri

Brjótið eggin í skál og hrærið þeim saman. Kryddið karrý, salti og pipar. Veltið snitselinu upp úr eggjunum og síðan raspinu og steikið við lágan hita á pönnu. Eldið í ofni í 20-30 mín á 190° Raðið á fat og setjið sítrónur í sneiðum yfir.

Kartöflur, rósakál og strengjabaunir

Rósakál og strengjabaunir til vinstri á myndinni og kartöflurnar t.h.

Kartöflur Daddýar

1,5 kg litlar kartöflur

70 g smjör

salt
Sjóðið kartöflurnar með hýðinu. Hellið vatninu af þeim. Bræðið smjör á pönnu, veltið kartöflunum upp úr því og stráið salti yfir.

 

Rósakál og strengjabaunir

500 g rósakál

500 g strengjabaunir

1 dl beikonkurl

1 dl rjómi

Setjið grænmetið í pott, vatn yfir og sjóðið í nokkrar mínútur. Hellið vatninu af. Steikið beikon á pönnu, hellið rjómi yfir, kryddið með pipar og látið sjóða niður í nokkrar mínútur. Bætið grænmetinu saman við og veltið á pönnunni í nokkrar mínútur.

Spergilkálssalat

Spergilkál

rauðlaulaukur

trönuber

1 dl mæjónes

1 ds sýrður rjómi

2 msk edik

1/2 tsk salt

1 tsk sykur

1 ds tilbúið hvítkálssalat

Skerið spergilkál frekar gróft, saxið rauðlauk og bætið saman við ásamt trönuberjum. Hrærið saman mæjónesi, sýrðum rjóma, ediki, salti og sykri og hellið yfir. Blandið tilbúna hvítkálssalatinu saman við og látið bíða í ísskáp í 2-3 klst.

 

Pavlova með ávöxtum

Pavlova með ávöxtum

4 eggjahvítur

200 gr sykur

1/3 tsk salt

½ tsk vanilludropar

½ msk edik

Þeyttur rjómi

1 dl súkkulaðispænir

Jarðarber

Blandið sykri rólega í eggjahvíturnar meðan þeytt er, þá salti og vanilludropum.
Þegar blandan er orðin stífþeytt, setjið edik út í og blandið vel saman.

Myndið litlar kökur með skeið, en hægt er að gera eina stóra.
Hitið ofninn í 200°C, lækkið hann í 60°C og bakið kökurnar í hálftíma eða svo.

Kælið

Setjið súkkulaðispæni saman við þeyttan rjóma og setjið ofan á. Skerið niður jarðarber og jafnvel önnur ber og setjið yfir.

 

Gestir í matarboðinu voru: Þorkell Jóelsson, Íris Björk Viðarsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Ásmundur Kristinsson, Sigrún Guðjónsdóttir, Hólmfríður Kristinsdóttir(Bubba), Gunnar Karl Gunnlaugsson(sem tók myndirnar), Eggert Pálsson, Signý Sæmundsdóttir, Dagbjört Helena Óskarsdóttir(Daddý), Ólöf Helgadóttir og Friðrik Snorrason.

.

DADDÝBUBBARÆKJUKOKTELLSNITSELPAVLOVA

— MATARBOÐ BUBBU OG DADDÝAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.