NOSTRA. Í Kjörgarði hefur verið opnaður veitingastaður af fínu gerðinni. Umhverfið er bæði glæsilegt og notalegt, hannað af BÖRK, og starfsfólkið „indbydende“ eins og hún amma hefði sagt, músíkin létt popp.
Mæli með stuttri ferð á klósettið fyrst. Það er ótrúlegt hvað það segir mikið um staðinn, þar var mjög fallegt og ekki hægt að setja út á neitt.
Við fengum okkur Henri Bourgeois Pouilly Fume En Travertin, eðalhvítvín, sem kallaði fram ýmislegt bragð, sólberjalauf, ávöxt og síðast vatnsmelónu.
Smjörið með brauðinu var rjómi og ab mjólk, sem hafði verið skilið eftir þar til það fór aðeins að gerjast, síðan strokkað og skessujurtarsalti stráð yfir, en það sem ekki verður að smjöri er notað í brauðið. Geggjað.
Við fórum í 8 rétta seðilinn, en hægt er að fá 4, sem segir kannski ekki nógu mikið um staðinn, margir taka 6, en 8 rétta fer í mikið ferðalag um geima bragðtegundanna. Þá þarf dálítinn tíma, mæli með 2-3 tímum. Það er uppskrift að dekurkvöldi.
Fyrst fengum við örsmáar „munngælur“, eða „amuse-bouche“ (skemmtun fyrir munninn) upp á frönsku, bakaðir jarðskokkar, dressaðir með repjuolíu og sítrónu og örlítið af sólblómafrjum. Léttreykt skyrfroða. Þar undir er saltað sellerí. Skreytt með heyinu sem er notað í reykinguna og þangskeggi, þannig að þetta minnir mjög á trufflur. Jafn gott og það hljómar!
Gúrkan er klofin, fiskisósa og sítrónusósa á annan hlutann edik og grillað. Djúsinn sem rennur af er svo notaður ofan á, á milli er ekta geita-feta frá Erpsstöðum, súrur, repjuolía, fáfnisgras (estragon)
Þurrkað reykt geitahjarta og reyktar valhnetur. Þetta var frábær samsetning,
Montes Limited Selection Pinot Noir rauðvín frá Chile, kældur í 14-15 gráður, gefur meiri einkenni rauðkirsuber, eik, losnar við fjósalykt sem stundum fylgir pinot noir.
Vichy 1913 súpa, s.k. Vichyssoise: kartöflur, blaðlaukur og rjómi, gjarnan köld á sumartímann, bætt við kóngasveppum og smælkiskartöflur með dilli, og kartöfluflögur ofan á rjóminn, kartöflurnar, sveppirnir, súpan er mjög fræg. Sannkallað ljúfmeti sem gælir við bragðlaukana og vínið passaði afar vel við. Viljið þið muna sérstaklega eftir þessum rétti þegar þið farið næst á Nostra.
E. Guigal Côtes du Rhône, sumarlegt vín, minnir á norðurhlutann, ferskjur, apríkósur, akasíur, óeikað vín.
Pikkluð græn jarðarber frá síðasta sumri, verið að halda í sumarið, grafin rauðspretta, inná milli eru snjóbaunir ,safi af jarðarberjum, timian olía og sítrón. Ferskur, öðruvísi og léttur rélttur.
Champagne Drappier brut nature alveg pinot noir, rós
Humar, sykur, lavender, salt úr lardot svínaspekk sem er búið að salta. Mjúkur í miðjunni, kláraður með gasinu. Svakalega gott.
Nú fengum við okkur hvítvín frá Nýja Sjálandi, sauvignon blanc, Omaka Reserve Chardonnay, Saint Clair frá Marlborough svæðinu. Feitur stíll, eik sem gefur vanillu og ristað brau, tropical ananas og passion Virkilega ljúft vín.
Signature rétturinn þeirra er laukmauk, mikið af lauk, sett til hliðar. Bergamot sítrus eins og græn appelsína, laxaþunnildi og grillað næst grillinu, mikill hiti með gasbrennara.
Piment d´Espelette frá baskahéruðum, garðablóðberg, sýrður perlulaukur, maukið sem var áðan með skyri, brenndur laukur ofan á og grillað kraftmikið lauksoð sem verður að soði.
Domaine des Malandes Chablis 1er cru Vau De Vey, hvítar rósir, steinefni og reykur í endann, mjög sjaldgæft í Chablis, Alvöru Chablis og því voru glösin há, hann þarf meira rými.
Steiktur þorskur sítrónubörkur, paprikumauk og bouillabaisse þykkni í kring. Þokkalegar góður réttur
Gerard Bernard L´Hospitalet La Clape Grand Vin, rauðvín, þéttari ávöxtur, dökk og rauð ber, sólber, krydd, salt og pipar, leður,
Endivur (jólasalat), þurrkaðar rauðbeður og aftur í vatn, öðruvísi áferð, sinnepsfræ og sellerírótarolíu
60 daga verkað nautafillet. Bordelet sósa, rauðvínssósa, klassískt er með steinselju og voleiðis. Hvítlauk, , steinseljan er í mauki. Bordelet sósan var tekin í sundur. Brösuð gulrót með þurrkuðu beikoni, óreyktu.
Mysu-sorbet með blásnu byggi, Mjög hressandi og frískandi.
Retrospect er skýrslugerð, jólin, veislur, hvað fór vel og hvað mátti gera betur.
Peter Jakob Kühn spätlese, hvítar rósir, þægileg sæta, mjúkir ávextir.
Eftirréttur: marengs með chili, vanillu og eitthvað aromm krem. Ananas brenndur á asbrennaara yfir ísinn efst.
Það er enginn búinn fyrr en búið er að fá súkkulaði. Fudge súkkulaði úr 70%. Velt uppúr kakó. Góður ís og brennt hvítt súkkulaði undir góðum ís, sem er bragðbættur með brenndu rósmarín. Með því var 10 ára Tawny Port. mjög góður.
Samantekt: Allt til fyrirmyndar á Nostra. Glæsilegt og notalegt umhverfi. Ógleymanlegt ferðalag um geima bragðtegundanna. Gætt er að heildarupplifun, tímasetningum, allt útpælt. Nostra fer beint á topp fimm yfir bestu veitingastaði í Reykjavík
Texti: Albert Eiríksson. Myndir: Bragi Bergþórsson