Offitusjúklingur þjáist af næringarskorti matur læknar megrun reynslusaga Olgu

Offitusjúklingur þjáist af næringarskorti - reynslusaga Olgu

Offitusjúklingur þjáist af næringarskorti – reynslusaga Olgu:

Ég hef alla tíð verið þétt, en þegar ég byrjaði í menntaskóla fór ég að verða virkilega feit. Ég missti öll tök á mataræði og matarfíkn mín kom mjög sterkt í ljós, sem og rythminn minn við mat. Ég vandi mig á að svelta mig allann daginn og borða aðeins eina máltíð á dag, sem undantekningarlaust var þá mjög óholl, næringarsnauð og rosalega stór. Eftir nokkur ár í endalausri baráttu við offituna og vanlíðan í kringum það tók ég þá ákvörðun að fara í svokallaða magermisaðgerð. Í henni er 80% af maganum fjarlægt, þannig minnka skammtastærðirnar til muna og maður grennist rosalega hratt. Núna, 10 mánuðum eftir aðgerðina, hef ég misst 54 kg. Ég er samt sem áður ekki búin og á töluvert eftir enn.

 Þátt fyrir skjótt þyngdartap er þetta alls ekki auðvelt og margt sem þarf að hafa í huga. Til að mynda er maginn orðinn svo lítill að maður getur mjög takmarkað borðað. Ég fór í gegnum einkageirann og hafði því ekki undirbúið mig nógu vel fyrir aðgerð. Ég borðaði því bara eitthvað, pældi ekkert í því hvað það var og var komin með töluvert mikinn næringarskort. Ég var alltaf þreytt, ég var farin að missa hárið og ég var marin út um allt, marðist af engu tilefni. Ég áttaði mig á að ég væri komin með næringarskort og þyrfti á aðstoð að halda.

Það var þá sem ég hafði samband við Elísabetu Reynisdóttur, Betu Reynis, sem hefur hjálpað mér allar götur síðan þá. Beta var snögg að sjá það út að ég væri að borða alltof lítið og alltof næringarsnauðann mat. Ég byrjaði hjá henni um það bil 5 mánuðum eftir aðgerð og var að borða um það bil 500 hitaeiningar á dag. Fyrsta verkefnið var því að koma næringu ofaní mig. Það gekk brösulega í byrjun, maginn var enn mjög lítill og því þurfti mikla þolinmæði, sem Beta hafði svo sannarlega. Hún stóð sem klettur við bakið á mér og hjálpaði mér gegnum súrt og sætt. Þetta gekk brösulega en eitthverra hluta vegna gafst Beta aldrei upp. Ég hitti hana alltaf vikulega og við tókum eitt skref í einu, sáum það strax að við gætum ekki sigrað heiminn á korteri. Byrjuðum á að koma reglu á matartímana hjá mér, svo fórum við að bæta inn ýmsum næringarefnum og svo í dag, eftir 5 mánuði, er hún að skoða samsetninguna hjá mér.
Ég á enn langt í land, ég er enn ekki að nærast eins og ég þarf að gera. Beta heldur alltaf þétt utanum mig og leiðbeinir mér áfram, sýnir mér hvað best sé að gera og hvaða leiðir ég á að fara.

Sem fyrrum offitu sjúklingur er ég alltaf hrædd, ég er hrædd um að fitna aftur, hrædd um að eyðileggja eitthvað í aðgerðinni. Ég er hrædd við að borða. Þar af leiðandi á ég mjög auðvelt með að detta út af brautinni, en Betu tekst alltaf að koma mér inná hana aftur. Ég treysti henni 150% og ég veit að hún ber hag minn fyrir brjósti, hún hefur svo marg sýnt það og sannað. Hún hefur einnig áhuga á því sem hún er að gera, hún nennir að hlusta á mig, hún nennir að skoða það sem ég hef fram að færa og hún einstaklingsmiðar prógrammið. Hún hugsar um framtíðina en ekki fortíðina. Reglulega segir hún: “Svona er lífið, þú verður að læra að lifa” þegar ég hef tekið eitt hliðarspor eða eitthvað þess háttar. Hún ætlast ekki til þess að maður sé fullkominn og að allt sem maður láti ofaní sig sé alltaf það besta. Ég hef pláss til að gera mistökin, svo framarlega sem þau verða ekki að daglegri rútínu, heldur undantekningin.

Ég á enn langt í land þó ég sé komin langt. Ég á eftir að ná rútínunni, ég á eftir að koma stjórn á mataræðið mitt og það sem meira er, ég á eftir að læra að lifa með því og læra að lifa á heilbrigðann og góðann hátt.

Beta hefur hjálpað mér svo ótrúlega mikið, hún hefur reynst mér svo vel. Ég mæli hiklaust með henni fyrir alla, bæði þá sem hafa farið í svona aðgerð sem og aðra sem þurfa á næringarfræðing að halda. Ég væri ekki þar sem ég er í dag án Betu, ég gæti þetta ekki án hennar.

Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.