Royal döðluterta
Mamma á handskrifaða uppskrifabók frá því í Kvennaskólanum á Blönduósi, bók sem ég er búinn að fletta síðan ég man eftir mér. Í barnæsku bættum við systkinin við einni og einni uppskrift í bókina.
Nýlega rakst ég á þessa uppskrift í bókinni góðu og bráðskemmtilega athugasemd með: Má ekki gefa neinum nema Sigrúnu í Dölum fyrir fermingu Steinu en hún má ekki láta hana.
— STEINUNN BJÖRG — BIRNA BJÖRNSD — SIGRÚN STEINSD — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — KVENNASKÓLINN Á BLÖNDUÓSI —
.
Sennilega er uppskriftin skrifuð í bókina eldri systrum mínum. Steinunn Björg frænka mín í Dölum fermdist árið 1972. Athugasemdin mun að öllum líkindum vera komin frá Birnu föðursystur minni. Þar sem Birna hafði góðan húmor fyrir sjálfri sér veit ég að hún mun ekki snúa sér við í gröfinni þó uppskriftin birtist hér, tæplega hálfri öld eftir fermingu Steinu.
Royal döðluterta
200 g sykur
3 egg
150 g hveiti
200 g döðlur
60 g möndlur
1 tsk lyftiduft
Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn í létta kvoðu. Brytjið döðlur og möndlur og blandið saman við hveitið ásamt lyftidufti og blandið því síðan saman við degið. Stífþeytið eggjahvítur og blandið þeim saman við deigið.
Bakið í 25 mín við 160°C
— STEINUNN BJÖRG — BIRNA BJÖRNSD — SIGRÚN STEINSD — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — KVENNASKÓLINN Á BLÖNDUÓSI —
.
.
— ROYAL DÖÐLUTERTA —
.