Royal döðluterta – uppskriftin sem ekki má gefa neinum

Royal döðluterta – dalaættin dalir uppskriftin sem ekki má gefa neinum Royal Döðluterta þorleifur kristmundsson Döðlukaka Kvennaskólanum á Blönduósi Hulda Steinsdóttir steina steinunn björg Elísdóttir Sigrún steinsdóttir í Dölum Sigrún Steinsdóttir Birna Björnsdóttir Brimnes Fáskrúðsfjörður
Royal döðluterta – uppskriftin sem ekki má gefa neinum

Royal döðluterta

Mamma á handskrifaða uppskrifabók frá því í Kvennaskólanum á Blönduósi, bók sem ég er búinn að fletta síðan ég man eftir mér. Í barnæsku bættum við systkinin við einni og einni uppskrift í bókina.

Nýlega rakst ég á þessa uppskrift í bókinni góðu og bráðskemmtilega athugasemd með: Má ekki gefa neinum nema Sigrúnu í Dölum fyrir fermingu Steinu en hún má ekki láta hana.

STEINUNN BJÖRGBIRNA BJÖRNSDSIGRÚN STEINSDFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — KVENNASKÓLINN Á BLÖNDUÓSI

.

Royal döðluterta – uppskriftin sem ekki má gefa neinum kvennaskóli húsmæðraskóli
Royal döðluterta

Sennilega er uppskriftin skrifuð í bókina eldri systrum mínum. Steinunn Björg frænka mín í Dölum fermdist árið 1972. Athugasemdin mun að öllum líkindum vera komin frá Birnu föðursystur minni. Þar sem Birna hafði góðan húmor fyrir sjálfri sér veit ég að hún mun ekki snúa sér við í gröfinni þó uppskriftin birtist hér, tæplega hálfri öld eftir fermingu Steinu.

Royal döðluterta

200 g sykur

3 egg

150 g hveiti

200 g döðlur

60 g möndlur

1 tsk lyftiduft

Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn í létta kvoðu. Brytjið döðlur og möndlur og blandið saman við hveitið ásamt lyftidufti og blandið því síðan saman við degið. Stífþeytið eggjahvítur og blandið þeim saman við deigið.

Bakið í 25 mín við 160°C

STEINUNN BJÖRGBIRNA BJÖRNSDSIGRÚN STEINSDFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — KVENNASKÓLINN Á BLÖNDUÓSI

.

Steinunn björg þorleifur kjartan Fáskrúðsfjararkirkja
Fermingarhópurinn við Fáskrúðsfjarðarkirkju. Steinunn Björg er þriðja frá vinstri í miðröðinni

.

ROYAL DÖÐLUTERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þrjár bestu smákökurnar árið 2016

Vinningssmákökur2016

Þrjár bestu smákökurnar árið 2016. Þessar þrjár komust á verðlaunapall í smákökusamkeppni Kornax í ár. Hver annari betri. Það er skemmtileg hefð að baka fyrir jólin, höldum því áfram. Bökum á aðventunni :)

Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi. Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.

Kanilterta – bragðast klárlega ennbetur með góðum kaffisopa

Kanelterta sem bragðast klárlega ennbetur með góðum kaffisopa . Þessi fallega terta bráðnar í munni og blandan af kanil, rjóma og súkkulaðið er skemmtileg og kallar bara á góðan kaffibolla (og svo aðeins meira af kaffi og tertu...).  Enn ein undurgóða tertan frá Guju Begga þeirri sömu og bakaði Rasptertuna og Pipptertu.