Royal döðluterta – uppskriftin sem ekki má gefa neinum

Royal döðluterta – dalaættin dalir uppskriftin sem ekki má gefa neinum Royal Döðluterta þorleifur kristmundsson Döðlukaka Kvennaskólanum á Blönduósi Hulda Steinsdóttir steina steinunn björg Elísdóttir Sigrún steinsdóttir í Dölum Sigrún Steinsdóttir Birna Björnsdóttir Brimnes Fáskrúðsfjörður
Royal döðluterta – uppskriftin sem ekki má gefa neinum

Royal döðluterta

Mamma á handskrifaða uppskrifabók frá því í Kvennaskólanum á Blönduósi, bók sem ég er búinn að fletta síðan ég man eftir mér. Í barnæsku bættum við systkinin við einni og einni uppskrift í bókina.

Nýlega rakst ég á þessa uppskrift í bókinni góðu og bráðskemmtilega athugasemd með: Má ekki gefa neinum nema Sigrúnu í Dölum fyrir fermingu Steinu en hún má ekki láta hana.

STEINUNN BJÖRGBIRNA BJÖRNSDSIGRÚN STEINSDFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — KVENNASKÓLINN Á BLÖNDUÓSI

.

Royal döðluterta – uppskriftin sem ekki má gefa neinum kvennaskóli húsmæðraskóli
Royal döðluterta

Sennilega er uppskriftin skrifuð í bókina eldri systrum mínum. Steinunn Björg frænka mín í Dölum fermdist árið 1972. Athugasemdin mun að öllum líkindum vera komin frá Birnu föðursystur minni. Þar sem Birna hafði góðan húmor fyrir sjálfri sér veit ég að hún mun ekki snúa sér við í gröfinni þó uppskriftin birtist hér, tæplega hálfri öld eftir fermingu Steinu.

Royal döðluterta

200 g sykur

3 egg

150 g hveiti

200 g döðlur

60 g möndlur

1 tsk lyftiduft

Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn í létta kvoðu. Brytjið döðlur og möndlur og blandið saman við hveitið ásamt lyftidufti og blandið því síðan saman við degið. Stífþeytið eggjahvítur og blandið þeim saman við deigið.

Bakið í 25 mín við 160°C

STEINUNN BJÖRGBIRNA BJÖRNSDSIGRÚN STEINSDFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — KVENNASKÓLINN Á BLÖNDUÓSI

.

Steinunn björg þorleifur kjartan Fáskrúðsfjararkirkja
Fermingarhópurinn við Fáskrúðsfjarðarkirkju. Steinunn Björg er þriðja frá vinstri í miðröðinni

.

ROYAL DÖÐLUTERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.