Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga kurteisi námskeið borðsiðir Apótekið restaurant apótek

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga

Það er gott að vera opinn fyrir nýjungum, sérstaklega þegar þær rekur óvænt á fjörur manns. Gaman að segja frá því að kona að nafni Elín hafði samband og gaf í kjölfarið barnabörnum sínum borðsiðanámskeið hjá okkur. Á dögunum mættu þau prúð og frjálsleg og við ræddum helstu atriði; hvernig er skálað, hvað er gert við servíetturnar, hvernig er haldið á hnífapörum, umræðuefni, uppbrot á þeim o.s.frv. Að lokinni samverunni fengu þau heimaverkefni, eitt verkefni á dag í heila viku og svo hittumst við aftur, fórum yfir hvernig gekk og ræddum almennt um samskipti. Einstaklega falleg ungmenni, sem vekja bjartsýni um hag lands og þjóðar á komandi áratugum.

BORÐSIÐIR

.

Á meðan við fórum yfir borðsiði og kurteisi snæddum við grænmetis- og eggjaböku. Með henni var salat, sinnepssósa og rósmarínkartöflur.

 

Í lokin fórum við á Apótekið og borðuðum þar saman. Frá vinstri: Albert, Elín, Alexander, Birta, Isabella, Ásta, Aþena og Bergþór

Frá vinstri: Albert, Elín, Alexander, Birta, Isabella, Ásta, Aþena og Bergþór

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave

Kastaníuhnetukaka Diddúar

Kastaníuhnetukaka Diddúar. Matarást mín á Diddú jókst til muna á dögunum – og ég sem hélt hún gæti ekki orðið meiri. Létt og góð kaka með eplum og kastaníuhnetuhveiti.