Auglýsing

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga. Það er gott að vera opinn fyrir nýjungum, sérstaklega þegar þær rekur óvænt á fjörur manns. Gaman að segja frá því að kona að nafni Elín hafði samband og gaf í kjölfarið barnabörnum sínum borðsiðanámskeið hjá okkur. Á dögunum mættu þau prúð og frjálsleg og við ræddum helstu atriði; hvernig er skálað, hvað er gert við servíetturnar, hvernig er haldið á hnífapörum, umræðuefni, uppbrot á þeim o.s.frv. Að lokinni samverunni fengu þau heimaverkefni, eitt verkefni á dag í heila viku og svo hittumst við aftur, fórum yfir hvernig gekk og ræddum almennt um samskipti. Einstaklega falleg ungmenni, sem vekja bjartsýni um hag lands og þjóðar á komandi áratugum.

Auglýsing

Á meðan við fórum yfir borðsiði og kurteisi snæddum við grænmetis- og eggjaböku. Með henni var salat, sinnepssósa og rósmarínkartöflur.

Frá vinstri: Albert, Elín, Alexander, Birta, Isabella, Ásta, Aþena og Bergþór