Rice krispies góðgæti með Þristi

Rice krispies góðgæti með Þristi Nína Jónsdóttir þristur

Rice krispies góðgæti með Þristi. Nína frænka mín er af annálaðri myndarfjölskyldu. Hún birti myndband á fasbókinni þar sem hún galdraði fram Rice krispies bombu með Þristi. Auðvitað fékk ég vatn í munninn, langaði helst að stökkva á hjólið og hjóla heim til hennar í kaffi. En ég gat hamið mig og óskaði þess í stað eftir uppskrift og mynd. Spurði Nínu hvort kakan ætti sér einhverja sögu? Nei en ég hef sagt í gríni að ég sakni þess að vera ekki boðin lengur í barnaafmæli því ég sakna Rice krispies 😊 Svo þetta er mín poppaða útgáfa af barnakökunni 🎂 

Rice krispies góðgæti með Þristi

100 g 40% dökkt súkkulaði

6 matskeiðar síróp

60 g smjör eða smjörvi

7 litlir Þristar

4 bollar Rice krispies

Setjið síróp, smjör, súkkulaði og Þrista í pott og hitið og hrærið í þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Gott að hafa þrista ofan á súkkulaðinu til að byrja með svo þeir bræðist ekki alveg upp. Betra að taka af hellunni meðan lakkrísinn er enn í bitum. 4 bollum af Rice krispies blandað við og síðan hellt í mót. Stappað létt með gaffli yfir til að þetta verði ekki laust í sér. Sett í kæli.
Berið fram sem sælgætisbita eða tertu. Gott að setja þeyttan rjóma, banana eða jarðarber ofan á.

Nína Jónsdóttir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbarapæ með marengs

Rabarbarapæ

Rabarbarapæ með marengs. Bústnir rabarbaraleggirnir eru nú fullvaxnir og bíða þess víða að verða teknir upp. Gamla góða rabarbarapæið stendur alltaf fyrir sínu - hér er komin eins konar hátíðarútgáfa af því. Í fimmtán ára afmæli Laufeyjar Birnu kom Vilborg frænka hennar með þetta líka fína rabarbarapæ með marengs.

SaveSave

Bláberjaterta – blátt áfram stórfín

blaberjaterta

Bláberjaterta. Bláber eru andoxunarrík, draga úr bólgum, eru fjörefnarík og bragðgóð - borðum mikið af bláberjum. Ef þið notið frosin ber í kökuna er ágætt að láta þau þiðna að mestu áður en þeim er blandað saman við með sleif.

Gulrótaterta með kasjúkremi

Gulrótaterta með kasjúkremi. Hrátertur fara vel í maga og eru hollar með eindæmum. Og öllum líkar, svei mér þá, það er að segja ef fólk fæst til að smakka í fyrsta skipti. Hentar fólki t.d. með eggja-, mjólkur- og glúteinóþol. Ef kakan klárast ekki, hún er jú saðsöm, má alveg frysta hans. Hún tapar ekki gæðum við frystingu. Endilega útbúið hrátertu (og bjóðið í kaffi)