Rice krispies góðgæti með Þristi

Rice krispies góðgæti með Þristi Nína Jónsdóttir þristur

Rice krispies góðgæti með Þristi. Nína frænka mín er af annálaðri myndarfjölskyldu. Hún birti myndband á fasbókinni þar sem hún galdraði fram Rice krispies bombu með Þristi. Auðvitað fékk ég vatn í munninn, langaði helst að stökkva á hjólið og hjóla heim til hennar í kaffi. En ég gat hamið mig og óskaði þess í stað eftir uppskrift og mynd. Spurði Nínu hvort kakan ætti sér einhverja sögu? Nei en ég hef sagt í gríni að ég sakni þess að vera ekki boðin lengur í barnaafmæli því ég sakna Rice krispies 😊 Svo þetta er mín poppaða útgáfa af barnakökunni 🎂 

Rice krispies góðgæti með Þristi

100 g 40% dökkt súkkulaði

6 matskeiðar síróp

60 g smjör eða smjörvi

7 litlir Þristar

4 bollar Rice krispies

Setjið síróp, smjör, súkkulaði og Þrista í pott og hitið og hrærið í þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Gott að hafa þrista ofan á súkkulaðinu til að byrja með svo þeir bræðist ekki alveg upp. Betra að taka af hellunni meðan lakkrísinn er enn í bitum. 4 bollum af Rice krispies blandað við og síðan hellt í mót. Stappað létt með gaffli yfir til að þetta verði ekki laust í sér. Sett í kæli.
Berið fram sem sælgætisbita eða tertu. Gott að setja þeyttan rjóma, banana eða jarðarber ofan á.

Nína Jónsdóttir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Óþrifnaður og vinnuálag eldhússtúlkna

Óþrifnaður og vinnuálag eldhússtúlkna. Það er því miður algengt, að eitt af aðaleinkennum eldhússtúlkunnar er óhreinar hendur og kolkrímótt andlit. Satt er það, þær verða að standa í mörgu, hella úr koppum og kyrnum, þvo gólfin, sækja kol og mó og tað, fást við sótuga potta og fleira, en engu að síður er þessi óþrifnaður óhafandi, þó í eldhúsi sé, og jafnvel miklu síður þar. Eldhússtúlkunum er venjulega vorkunn, þó þær séu sóðalegar, því opt er heimtað af þeim óhæfum og ólærðum heilmikið starf, sem heimtar vandlega tilsögn og æfingu.