Hreyfing, félagsleg þörf og næring

Hreyfing, félagsleg þörf og næring páll bergþórsson
Melónusalat

Hreyfing, félagsleg þörf og næring

Allar hliðar lífsins skipta máli. Ef maður velur að lifa góðu lífi, þarf að líta á alla þætti, eins og hreyfingu, félagsleg og tilfinningaleg tengsl, jafnframt þarf næringin að vera í jafnvægi. Það er alltaf hægt að finna tækifæri til að njóta allra þessara þátta. Tilhlökkun í lofti, veislur til að næra líkamann og félagslegu þörfina fullnýtt með samverustundum fjölskyldna og vina.

— HREYFING — HOLLUR MATUR — PÁLL BERGÞÓRSSON — ESJAN —

.

Hreyfing, félagsleg þörf og næring

Hvernig er þetta mögulegt með allar þessar veislur og hefðir í mataræði þannig að við njótum og borðum ekki yfir okkur?

Það að lifa góðum lífsstíl er val hvers og eins. Við getum valið það að fara í veislu til að njóta þess að hitta fólk og passa okkur að borða ekki óhóflega. Göngutúr getur bætt andlega líðan og verið góð næring hvort sem við veljum það að fara ein út eða með alla fjölskylduna. Það eru ótal gönguleiðir til hvar sem við erum á landinu. Njótum þess að skipuleggja skemmtilega göngur og samverustundir. Einfaldar lausnir eins og drekka nóg vatn, borða grænmeti og ávexti og hreyfa sig daglega, eins og hentar okkur best, í sundi, á hjóli, í líkamsræktarstöð o.s.frv., er góð byrjun á bættum lífsstíl.  

Lifum lífinu lifandi – njótum samverustundanna og matarins – sjáum spaugilegu hliðarnar og  hlæjum – hreyfum okkur – setjum okkur markmið. Þau gætu verið:

  • Hreyfing, a.m.k. 40 mín. á dag.
  • Auka og bæta samverustundir (leikir, sameiginlegar máltíðir)
  • Njótum þess að borða (án samviskubits og með því að borða hóflega)
  • Skipuleggjum frídagana (fjölskyldufundur, hvað og hvenær, hugmyndir og sumarið)
  • Jákvæðni (bjartsýni, hrós, skemmtun s.s. spilakvöld og fleira)
Hreyfing, félagsleg þörf og næring páll bergþórsson baldur Esjan
Páll á Esjunni. Vinstra megin við hann eru synir hans Baldur og Bergþór

Páll Bergþórsson tengdafaðir minn byrjaði að hreyfa sig reglulega kominn hátt á níræðisaldur. Núna byrjar hann hvern morgun á æfingum og gengur daglega með göngustafi í 30 mínútur. Myndin er tekin þegar hann og fjölskyldan gekk á Esjuna á 94 ára afmælisdegi Páls.

— HREYFING — HOLLUR MATUR — PÁLL BERGÞÓRSSON — ESJAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pekanhnetudraumur Svanhvítar

 

 

 

Pekanhnetudraumur. Svanhvít Þórarinsdóttir kom með þessar fallegu og góðu smákökur í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Það var einhver notalega sæla sem fylgdi þessum smákökum og dómnefndarmenn höfðu á orði að gott væri að borða þær með góðum kaffisopa.

Spínatsalat með jarðarberjum

Spínatsalat með jarðarberjum. Það má vel hafa sumarleg salöt á öðrum tímum en yfir hásumarið. Nú fæst ferskt gott grænmeti allt árið og æskilegt að fólk borði meira af því. Ef það verður afgangur af salatinu má taka pastað úr og nota restina í bústið.

Marsípankaka með vínberjum

baka vinber marsipan

Marsípankaka með vínberjum. Hildigunnur er af mikilli matar- og tónlistarfjölskyldu komin. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort eitthvað komist annað að þegar fjölskyldan hittist en matur og tónlist :) Hildigunnur birtir sínar uppskriftir hér

Steiktur kjúklingur eftir þeldökkri konu í New Orleans

Kjúklingur

STEIKTUR KJÚKLINGUR eftir þeldökkri konu í New Orleans. Útvarpskonan ágæta, Sigurlaug M. Jónasdóttir las þessa uppskrift upp í matarþætti sínum fyrir mörgum árum. Lesturinn var svo áhrifaríkur...

Pavlova

Pavlova

Pavlova. Alloft er einfalt það besta og Pavlova er sérlega einföld og auðveld. Í grunninn samanstendur hún af marensbotni, þeyttum rjóma og ávöxtum. Til er fjöldinn allur af uppskriftum, en yfirleitt finnst mér alltof mikið af sykri í þeim. Það er aldrei notalegt þegar munnurinn verður loðinn af sykri. Ég prófaði mig því áfram og niðurstaðan varð þessi.