Hreyfing, félagsleg þörf og næring
Allar hliðar lífsins skipta máli. Ef maður velur að lifa góðu lífi, þarf að líta á alla þætti, eins og hreyfingu, félagsleg og tilfinningaleg tengsl, jafnframt þarf næringin að vera í jafnvægi. Það er alltaf hægt að finna tækifæri til að njóta allra þessara þátta. Tilhlökkun í lofti, veislur til að næra líkamann og félagslegu þörfina fullnýtt með samverustundum fjölskyldna og vina.
— HREYFING — HOLLUR MATUR — PÁLL BERGÞÓRSSON — ESJAN —
.
Hvernig er þetta mögulegt með allar þessar veislur og hefðir í mataræði þannig að við njótum og borðum ekki yfir okkur?
Það að lifa góðum lífsstíl er val hvers og eins. Við getum valið það að fara í veislu til að njóta þess að hitta fólk og passa okkur að borða ekki óhóflega. Göngutúr getur bætt andlega líðan og verið góð næring hvort sem við veljum það að fara ein út eða með alla fjölskylduna. Það eru ótal gönguleiðir til hvar sem við erum á landinu. Njótum þess að skipuleggja skemmtilega göngur og samverustundir. Einfaldar lausnir eins og drekka nóg vatn, borða grænmeti og ávexti og hreyfa sig daglega, eins og hentar okkur best, í sundi, á hjóli, í líkamsræktarstöð o.s.frv., er góð byrjun á bættum lífsstíl.
Lifum lífinu lifandi – njótum samverustundanna og matarins – sjáum spaugilegu hliðarnar og hlæjum – hreyfum okkur – setjum okkur markmið. Þau gætu verið:
- Hreyfing, a.m.k. 40 mín. á dag.
- Auka og bæta samverustundir (leikir, sameiginlegar máltíðir)
- Njótum þess að borða (án samviskubits og með því að borða hóflega)
- Skipuleggjum frídagana (fjölskyldufundur, hvað og hvenær, hugmyndir og sumarið)
- Jákvæðni (bjartsýni, hrós, skemmtun s.s. spilakvöld og fleira)
Páll Bergþórsson tengdafaðir minn byrjaði að hreyfa sig reglulega kominn hátt á níræðisaldur. Núna byrjar hann hvern morgun á æfingum og gengur daglega með göngustafi í 30 mínútur. Myndin er tekin þegar hann og fjölskyldan gekk á Esjuna á 94 ára afmælisdegi Páls.
— HREYFING — HOLLUR MATUR — PÁLL BERGÞÓRSSON — ESJAN —
.