Brunch á VOX – Highly recommended

Brunch á VOX Uppáhalds „brunchinn“ okkar er á VOX á Nordica. Þangað höfum við farið af og til í gegnum tíðina og alltaf verið ánægðir. Maturinn er á gríðarstóru hlaðborði með næstum því óteljandi tegundum – allt fallega framsett. Fyrst er farið í forréttina, þá í heita aðalrétti sem matreiðslumennirnir skera niður og loks í eftirréttina. Myndirnar tala eiginlega sínu máli og segja allt sem segja þarf.

Á sunnudaginn var grillaður nautabógur með rauðvínssósu og lambalæri með Bernaisesósu í aðalrétt. Einnig var hægt að fá djúpsteiktan fisk en því miður gleymdi ég að smakka hann. VOX-fólk mætti hugsa meira um veganista, sem fjölgar óðum, og bjóða upp á hnetusteik með aðalréttunum. Þá væri þetta fullkomið. Að vísu sé ég á Tripadvisor að veganistar eru mjög ánægðir með brunchinn.

Ekkert fór fram hjá vökulum augum þjónanna sem sáu vel um gestina. Við vorum rétt búin af diskunum þegar þjónarnir komu til að taka diskana.

Fjölbreytt útval – næstum því óteljandi tegundir á hlaðborðinu, bæði aðal- og eftirréttir

Samantekt. Fagmennska fram í fingurgóma, mjög góð þjónusta. Fallega framborinn gæðamatur á gríðarstóru og fjölbreyttu hlaðborði.  Highly recommended.

 

Texti: Albert Eiríksson albert.eiriksson @ gmail . com

Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónu- og mascarponebaka

Sítrónu- og mascarponebaka. Fagurgul, frískandi og bragðgóð baka. Það er frekar einfalt að útbúa sítrónusmjör en það þarf að gerast amk deginum áður og kólna alveg. Í staðinn fyrir bláber má skreyta með jarðarberjum eða bara ykkar uppáhalds ávöxtum.

Bestu veganborgararnir á Íslandi

Bestu veganborgararnir á Íslandi. Á fasbókinni er mjög virkur og fræðandi hópur sem nefnist Vegan Ísland. Þar var nýlega varpað fram spurningunni hvar væri hægt að fá bestu vegan borgarana. Langflestir nefna að bestu veganborgararnir séu á Bike Cave í Skerjafirðinum. Á dögunum fór ég á þangað til að smakka borgarann sem fær flest stig. Veitingastaðurinn Bike Cave var opnaður fyrir tveimur árum í Skerjafirðinum og nýlega var opnaður staður í Hafnarborg í Hafnarfirði. Gaman frá því að segja að Lúxusborgarinn á Bike Cave er mjög góður og vel má mæla með honum. Svo skemmir nú ekki fyrir að umhverfið er harla óvenjulegt. Piltarnir sem afgreiddu mig voru með allt á hreinu og framreiddu góðan borgara.

Handaband – persónulegt og hlýlegt

Handaband

Handaband. Talið er að það taki okkur aðeins nokkrar sekúndur að ákveða hvort okkur líkar við persónu sem við hittum í fyrsta skipti. Handaband getur sagt margt um persónuleika og hlýleika þess sem heilsar. Að taka í höndina á annari manneskju getur táknað meira en sjálfsagða kurteisi, ekki síst þegar um viðskipti er að ræða. Það getur sagt talsvert um traust, áreiðanleika, hreinskiptni og falsleysi.