Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi

Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi Páskaterta - appelsínuterta með smjörkremi appelsínusafi, appelsínubörkur og Grand Marnier
Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi

Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi. Páskatertan í ár er mjúk og bragðgóð terta með appelsínusafa, appelsínuberki og Grand Marnier. Tertan minnir okkur líka á að sumarið er handan við hornið. Fersk terta með fallega gulu kremi.

PÁSKATERTURPÁSKARTERTURDÖÐLUTERTUR

Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi

250 g mjúkt smjör
250 g sykur
4 egg
250 g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft

Þeytið smjör og sykur vel saman. Bætið við eggjunum, einu í einu og þeytið vel saman. Hrærið hveiti og lyftiduft saman við.

Bakið í tertuformi í 20-30 mín. eftir stærð formsins við 175°C.  Hvolfið tertunni á tertudisk.

Börkur og safi úr 1/2 appelsínu
2-3 msk hunang eða sykur
3 msk Grand Marnier
smá salt.

Hitið appelsínubörk og safa með sykrinum í potti og bætið Grand út í, áður en hellt er yfir kökuna meðan hún er enn heit.

Krem
300 g mjúkt smjör
1 b flórsykur
1 dl rjómi
1/2 tsk salt
1 msk hunang
gulur matarlitur

Þeytið vel saman og og setjið á tertuna.

appelsínuterta með smjörkremi
Appelsínukaka með smjörkremi

 .

— PÁSKATERTURNAR Á ALBERT ELDAR —

— APPELSÍNUTERTA MEÐ SMJÖRKREMI —

.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kókosbolludraumur – alveg hreint sjúklega gott

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Kókosbolludraumur. Stundum þarf maður á því að halda að sukka, sukka feitt.
Ég gat ekki með nokkru móti hætt að „smakka aðeins meira" Föstudagskaffið í vinnunni er unaðsleg samkoma og ómissandi. Björk kom með þessa undurgóðu sprengju með kaffinu. Rice krispies botn er marengsbotn með Rice krispies, það má líka nota venjulegan marengs. Ef þið notið banana þá er ágætt að blanda þeim við rjómann eða dýfa þeim í sítrónuvatn svo þeir verið ekki svartir. Þeir sem ekki vilja nota sérrý í botninn geta haft ávaxtasafa og síðast en ekki síst: þið sem eruð í megrun gleymið þessu :)