Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi

Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi Páskaterta - appelsínuterta með smjörkremi appelsínusafi, appelsínubörkur og Grand Marnier
Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi

Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi. Páskatertan í ár er mjúk og bragðgóð terta með appelsínusafa, appelsínuberki og Grand Marnier. Tertan minnir okkur líka á að sumarið er handan við hornið. Fersk terta með fallega gulu kremi.

PÁSKATERTURPÁSKARTERTURDÖÐLUTERTUR

Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi

250 g mjúkt smjör
250 g sykur
4 egg
250 g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft

Þeytið smjör og sykur vel saman. Bætið við eggjunum, einu í einu og þeytið vel saman. Hrærið hveiti og lyftiduft saman við.

Bakið í tertuformi í 20-30 mín. eftir stærð formsins við 175°C.  Hvolfið tertunni á tertudisk.

Börkur og safi úr 1/2 appelsínu
2-3 msk hunang eða sykur
3 msk Grand Marnier
smá salt.

Hitið appelsínubörk og safa með sykrinum í potti og bætið Grand út í, áður en hellt er yfir kökuna meðan hún er enn heit.

Krem
300 g mjúkt smjör
1 b flórsykur
1 dl rjómi
1/2 tsk salt
1 msk hunang
gulur matarlitur

Þeytið vel saman og og setjið á tertuna.

appelsínuterta með smjörkremi
Appelsínukaka með smjörkremi

 .

— PÁSKATERTURNAR Á ALBERT ELDAR —

— APPELSÍNUTERTA MEÐ SMJÖRKREMI —

.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pekanhafrakökur

Pekanhafrakökur IMG_2133Hafrakökur DSC01428

Pekanhafrakökur - glútenlausar. Það er nú ánægjulegt að geta fengið sér eina og eina köku með kaffibollanum og með góðri samvisku. Þær eru sem sagt mjög hollar og afar bragðgóðar. Sjálfur vil ég ekki hafa henturnar of fínt saxaðar, en það er nú smekksatriði eins og svo margt annað.

Bláberjabúðingur – silkimjúkur og rennur ljúflega niður

Bláberjabúðingur

Bláberjabúðingur. Mjög auðvelt að útbúa þennan búðing og það tekur ekki nema nokkrar mínútur. Bláberjabúðingurinn er silkimjúkur og rennur ljúflega niður. Það er ekki hægt að hafa það betra. 3 msk af chia fræjum fóru í matvinnsluvélina en tveimur matskeiðum af chiafræjum blandaði ég saman við eftir á.

Apótekið restaurant – jólamatseðill á aðventu

Apótekið – jólamatseðill á aðventu

Apótekið restaurant – jólamatseðill á aðventu. Nú virðast gömlu jólahlaðborðin vera að renna sitt skeið og veitingahús hafa útbúið matseðla þar sem réttirnir eru bornir á borðið. Við brugðum okkur á Apótekið í slíka hádegisveislu og urðum ekki sviknir.

Fíkjuterta

Fikjuterta

Fíkjuterta. Það tók nákvæmlega níu mínútur að gera þessa tertu. Þá átti að vísu eftir að taka til í eldhúsinu - þar var allt í rúst. Passið að setja ekki of mikið vatn því þá verður tertan of lin. Mér var bent á að ég væri búinn að skrifa mjög oft að hrákökur eins og þessi er oft jafngóðar ef ekki betri daginn eftir… Þannig að ég ætla ekkert að nefna það núna ;)