Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi

Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi Páskaterta - appelsínuterta með smjörkremi appelsínusafi, appelsínubörkur og Grand Marnier
Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi

Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi. Páskatertan í ár er mjúk og bragðgóð terta með appelsínusafa, appelsínuberki og Grand Marnier. Tertan minnir okkur líka á að sumarið er handan við hornið. Fersk terta með fallega gulu kremi.

PÁSKATERTURPÁSKARTERTURDÖÐLUTERTUR

Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi

250 g mjúkt smjör
250 g sykur
4 egg
250 g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft

Þeytið smjör og sykur vel saman. Bætið við eggjunum, einu í einu og þeytið vel saman. Hrærið hveiti og lyftiduft saman við.

Bakið í tertuformi í 20-30 mín. eftir stærð formsins við 175°C.  Hvolfið tertunni á tertudisk.

Börkur og safi úr 1/2 appelsínu
2-3 msk hunang eða sykur
3 msk Grand Marnier
smá salt.

Hitið appelsínubörk og safa með sykrinum í potti og bætið Grand út í, áður en hellt er yfir kökuna meðan hún er enn heit.

Krem
300 g mjúkt smjör
1 b flórsykur
1 dl rjómi
1/2 tsk salt
1 msk hunang
gulur matarlitur

Þeytið vel saman og og setjið á tertuna.

appelsínuterta með smjörkremi
Appelsínukaka með smjörkremi

 .

— PÁSKATERTURNAR Á ALBERT ELDAR —

— APPELSÍNUTERTA MEÐ SMJÖRKREMI —

.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ilmvatn er dásamlegt í hófi en alls ekki í óhófi

Ilmvötn eru bæði herra- og dömuilmir. Við nútímafólkið erum lyktarviðkvæmari en kynslóðin á undan okkur. Víða í kringum okkur er fólk sem sparar ekki við sig ilmvatnið, Oftast tökum við ekki eftir slíku, ekki fyrr en ilmurinn fer að pirra okkur. Hver á ekki minningu um gamla frænku sem spreyjaði sig hátt og lágt áður en hún fór á mannamót eða þá karlmennina sem notuðu aðeins of mikið af Old Spice.

BEINÞYNNING og mjólk

Er mjólk góð? IMG_2859

BEINÞYNNING og mjólk. Stundum er því haldið fram að við þurfum að drekka mjólk til að forðast beinþynningu, sérstaklega hefur þessu verið haldið að konum.  Neysla á mjólkurvörum í heiminum er mest í Finnlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Englandi. Það merkilega er að beinþynning mælist mest hjá Finnum, Svíum, Bandaríkjamönnum og Englendingum.