Fermingarveisla Guðmundar

Fermingarveisla Guðmundar

Guðmundur Örn frændi minn fermdist í dymbilvikunni. Hann stóð sig með mikilli prýði, flutti stutta ræðu og bauð gesti velkomna. Í veislunni gekk hann milli borða og spjallaði við gesti. Mamman fékk fólk til að leggja hönd á plóg; undirbúa salinn, leggja á borð, sjá um eldhúsið, útbúa veitingar, ganga um beina, ganga frá og annað slíkt. Stórfínt fyrirkomulag.

Í annarri veislu sem við fórum í hélt fermingarbarnið líka ræðu, síðan söng hann og var með spurningakeppni. Spurningar snérust allar um hann sjálfan. Frábær hugmynd, ekki var bara skemmtigildið mikið, því í leiðinni var þetta upplýsandi fyrir þá sem minna þekktu til.

Döðlugott með lakkrís

Döðlugott með lakkrís

500 g döðlur saxaðar smátt

250 g smjör

120 g púðursykur

5-6 bollar rice crispies

400 g rjómasúkkulaði

2 pokar lakkrískurl

Döðlur og smjör brætt saman í potti. Púðursykurinn er bræddur með þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar.
Blandið Rice crispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mín.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir rice crispiesblönduna og frystið í u.þ.b. 30 mín.
Skerið í bita og berið fram og njótið.

Uppskriftin birtist á Gulur, rauður, grænn og salt

Brieostur með fíkjum og pekanhnetum

Brieostur með fíkjum og pekanhnetum

1 stór Brie ostur eða þrír litlir

500 g fíkjur

300 g pekanhnetur, saxaðar gróft

1 dl vatn

2 msk Maple síróp

1/3 tsk salt.

Skerið fíkjur í tvennt og leggið í bleyti í um 30 mín. Hellið vatniu af og setjið í pott ásamt pekanhnetum, vatni, sírópi og salti og sjóðið í 10 mín. látið kólna.

Setjið ostinn á bakka, setjið fíkju- og hnetusamsullið yfir. Berið þunnskornar pylsur með og saltkex.

Döðluterta með hnetum og súkkulaði  

Döðluterta með hnetum og súkkulaði  

Hér má sjá hluta af glæsilegum veitingum í fermingarveislunni

Guðmundur örn páll Bergþórsson ferming

Guðmundur á spjalli við Pál Bergþórsson aldursforsetann í veislunni

Árdís, Sólveig Hulda Vilborg Albert

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.