Auglýsing

Fermingarveisla Guðmundar

Guðmundur Örn frændi minn fermdist í dymbilvikunni. Hann stóð sig með mikilli prýði, flutti stutta ræðu og bauð gesti velkomna. Í veislunni gekk hann milli borða og spjallaði við gesti. Mamman fékk fólk til að leggja hönd á plóg; undirbúa salinn, leggja á borð, sjá um eldhúsið, útbúa veitingar, ganga um beina, ganga frá og annað slíkt. Stórfínt fyrirkomulag.

Í annarri veislu sem við fórum í hélt fermingarbarnið líka ræðu, síðan söng hann og var með spurningakeppni. Spurningar snérust allar um hann sjálfan. Frábær hugmynd, ekki var bara skemmtigildið mikið, því í leiðinni var þetta upplýsandi fyrir þá sem minna þekktu til.

Döðlugott með lakkrís

Döðlugott með lakkrís

500 g döðlur saxaðar smátt

250 g smjör

120 g púðursykur

5-6 bollar rice crispies

400 g rjómasúkkulaði

2 pokar lakkrískurl

Döðlur og smjör brætt saman í potti. Púðursykurinn er bræddur með þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar.
Blandið Rice crispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mín.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir rice crispiesblönduna og frystið í u.þ.b. 30 mín.
Skerið í bita og berið fram og njótið.

Uppskriftin birtist á Gulur, rauður, grænn og salt

Brieostur með fíkjum og pekanhnetum

Brieostur með fíkjum og pekanhnetum

1 stór Brie ostur eða þrír litlir

500 g fíkjur

300 g pekanhnetur, saxaðar gróft

1 dl vatn

2 msk Maple síróp

1/3 tsk salt.

Skerið fíkjur í tvennt og leggið í bleyti í um 30 mín. Hellið vatniu af og setjið í pott ásamt pekanhnetum, vatni, sírópi og salti og sjóðið í 10 mín. látið kólna.

Setjið ostinn á bakka, setjið fíkju- og hnetusamsullið yfir. Berið þunnskornar pylsur með og saltkex.

Döðluterta með hnetum og súkkulaði  

Döðluterta með hnetum og súkkulaði  

Hér má sjá hluta af glæsilegum veitingum í fermingarveislunni

Guðmundur örn páll Bergþórsson ferming

Guðmundur á spjalli við Pál Bergþórsson aldursforsetann í veislunni

Árdís, Sólveig Hulda Vilborg Albert

SaveSave

SaveSave

Auglýsing