Allir geta dansað – Nestisferð

Allir geta dansað – Nestisferð Arnar Lóa pind Jóhanna Guðrún  HANNA RÚN

Allir geta dansað – Nestisferð. Þessi föngulegi hópur tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2. Tíu pör byrjuðu og nú eru sex eftir. Í hádeginu hittist hópurinn og snæddi saman í nestisferð. Sýnt verður frá þessu í næsta þætti. Fékk það skemmtilega verkefni að útbúa veitingar fyrir hópinn. Það er einstaklega gaman að gefa þessum gleðigjöfum að borða. Þau brenna gríðarlega miklu, enda er æft í margar tíma á dag. Meðal þess sem boðið var upp á var Sólskinsterta,  súkkulaðitrufflur og  Rauðrófumauk.

Allir geta dansað – Nestisferð nesti pikknikk

Allir geta dansað – Nestisferð

Það þarf nú kannski ekki að taka fram að ég held sérstklega mikið einum keppandanum í Allir geta dansað. Bergþór minn tók risa-áskorun og dansar nú eins og enginn sé morgundagurinn. Við Marsibil og Páll höfum verið í salnum og skemmt okkur konunglega.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberja- og sérrýterta

DowntonAbbeyBlaberjaterta

Bláberja- og sérrýterta - Downton Abbey. Frá fyrsta þætti hef ég fylgst vandlega með öllu sem viðkemur mat í Downton Abbey þáttunum. Sérrýterta sem minnir á Maggie Smith en sú gamla drekkur jú daglega sérrýið sitt og er langoftast klædd einhverju fjólubláu.

Pasta/kjúklingasalat

Pasta/kjúklingasalat Mörgum saumaklúbbum landsins hefur verið legið á hálsi fyrir að standa ekki undir nafni. Það á ekki við um þennan saumaklúbbnum eru sex konur frá Fáskrúðsfirði. Þær hittast a.m.k. einu sinni í mánuði, sinna handavinnunni af miklum móð í dágóða stund áður en þær setjast til borðs og njóta veitinga þeirrar sem býður heim í það skiptið. Eins og siður er í góðum saumaklúbbum var margt saumað og prjónað í vetur en einnig kynntust þær silfursmíði og smíðuðu sér allar hálsmen. Klúbburinn var stofnaður fyrir nokkrum árum þegar þær störfuðu allar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Það er afar létt yfir hópnum, mikið talað og mikið hlegið. Þær segjast vera duglegar að prófa nýja rétti og tertur eru í sérstöku uppáhaldi.