Allir geta dansað – Nestisferð. Þessi föngulegi hópur tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2. Tíu pör byrjuðu og nú eru sex eftir. Í hádeginu hittist hópurinn og snæddi saman í nestisferð. Sýnt verður frá þessu í næsta þætti. Fékk það skemmtilega verkefni að útbúa veitingar fyrir hópinn. Það er einstaklega gaman að gefa þessum gleðigjöfum að borða. Þau brenna gríðarlega miklu, enda er æft í margar tíma á dag. Meðal þess sem boðið var upp á var Sólskinsterta, súkkulaðitrufflur og Rauðrófumauk.
Það þarf nú kannski ekki að taka fram að ég held sérstklega mikið einum keppandanum í Allir geta dansað. Bergþór minn tók risa-áskorun og dansar nú eins og enginn sé morgundagurinn. Við Marsibil og Páll höfum verið í salnum og skemmt okkur konunglega.