Allir geta dansað – Nestisferð

Allir geta dansað – Nestisferð Arnar Lóa pind Jóhanna Guðrún  HANNA RÚN

Allir geta dansað – Nestisferð. Þessi föngulegi hópur tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2. Tíu pör byrjuðu og nú eru sex eftir. Í hádeginu hittist hópurinn og snæddi saman í nestisferð. Sýnt verður frá þessu í næsta þætti. Fékk það skemmtilega verkefni að útbúa veitingar fyrir hópinn. Það er einstaklega gaman að gefa þessum gleðigjöfum að borða. Þau brenna gríðarlega miklu, enda er æft í margar tíma á dag. Meðal þess sem boðið var upp á var Sólskinsterta,  súkkulaðitrufflur og  Rauðrófumauk.

Allir geta dansað – Nestisferð nesti pikknikk

Allir geta dansað – Nestisferð

Það þarf nú kannski ekki að taka fram að ég held sérstklega mikið einum keppandanum í Allir geta dansað. Bergþór minn tók risa-áskorun og dansar nú eins og enginn sé morgundagurinn. Við Marsibil og Páll höfum verið í salnum og skemmt okkur konunglega.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.