Sumarlegt salat með grænu salati, mangói og jarðarberjum
Árdís bauð í léttan kvöldverð og var með eggjaböku og þetta litfagra salat með. Hér skipta hlutföll ekki öllu máli.
— SALÖT — SUMAR — ÁRDÍS HULDA — VILBORG ELÍSD — VILBORG EIRÍKSD —
.
Sumarlegt salat með grænu salati, mangói og jarðarberjum.
Lambhagasalat
agúrka
paprika
mangó
avókadó
ristaðar furuhnetur
jarðarber
Skerið lambhagasalatið gróft niður og setjið á stóran disk. Skerið gúrku, papriku, mangó, avókadó og jarðarber gróft niður og setjið yfir. Stráið loks ristuðum furuhnetum yfir. Látið salatið standa í um 30 mín áður en það er borið fram.
— SALÖT — SUMAR — ÁRDÍS HULDA — VILBORG ELÍSD — VILBORG EIRÍKSD —
.