Matarborgin Lissabon

kristín finnbogadóttir Matarborgin Lissabon Portugal portvin krista karólína kolbrún kolbeinsdóttir Júlía Karín Kjartansdóttir Kolbrún Kolbeinsdóttir stefán torfi magnússon hildigunnur magnúsdóttir elsa lyng magnúsdóttir púrtvín Lissabon, ólafur guðlaugsson guðlaugur bergmann flissabon, Ritz hotel, matarborgin Portugal Herdís finnbogadóttir Ari ólafsson Ragnar ólafsson Kjartan smári portúgalskur matur lisboa matur í lissabon veitingastaðir pastel de nata
Borðað á The Four seasons á Ritz hótelinu

Matarborgin Lissabon

Um miðja 18.öld gekk gríðarstór flóðbylgja yfir Lissabon eftir öflugan jarðskjálfta. Flóðið hreif með sér hús og annað í borginni. Eina hverfið sem stóð af sér hörmungarnar var Alfama hverfið sem stendur á allmikilli hæð. Efst á hæðinni kastali mikill og þaðan er gott útsýni yfir alla borgina. 

 FLEIRI MATARBORGIR — PORTÚGALSALTFISKURARI ÓLAFSSON

.

Matarborgin Lissabon saltfiskur portúgalskur fiskur
Saltfiskur

Maturinn í Lissabon er bæði góður og fjölbreyttur. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Portúgalir eru einna frægastir fyrir saltfiskrétti sína og sardínur. Sagt er að matur Portúgla sé undir sterkum áhrifum Miðjarðarhafsins. Þeir taka sér góðan tíma til að matast. Hádegisverður stendur gjarnan yfir í rúman klukkutíma og kvölmaturinn, sem oftast er um kl 8, stendur mun lengur yfir.  Svína- og nautakjöt er algengasta kjötið á diskum Portúgala.

Portúgalir eru stoltir af tedrykkju sinni, amk á öldum áður. Þeir segja að tedrykkja hafi orðið vinsæl á Englandi á 17.öld eftir að portúgalska prinsessan Katarína af Braganza giftist Karli konungi 2.
Katarína af Braganza

Portúgalir eru stoltir af tedrykkju sinni, amk á öldum áður. Þeir segja að tedrykkja hafi orðið vinsæl á Englandi á 17.öld eftir að portúgalska prinsessan Katarína af Braganza giftist Karli konungi 2.

Time out og LX factory matarmarkaður
Time out og LX factory

Time out og LX factory.

Í tveimur stórum skemmum í Lissabon eru litlir veitingastaðir með stóru opnu almenningsrými í miðjunni þar sem fólk matast við langborð. Það er vel þess virði að heimsækja þá báða og bragða á dásemdar mat heimamanna.

Saltfiskur
Saltfiskur á Colina veitingastaðnum

Saltfiskur

Sagt er í Portugal að til séu fleiri en 365 aðferðir til að elda saltfisk. Á Colina veitingastaðnum eru á matseðlinum margir portúgalskir saltfiskréttir. Þeir sem við prófuðum smökkuðust allir vel.

Pastel de nata smjörkökur vanillukrem
Pastel de nata er lítil smjödeigsskál með eggjavanillubúðingi.

Pastel de nata er lítil smjödeigsskál með eggjavanillubúðingi. Það er eiginlega ekki hægt að fara til Lissabon nema fá sér einu sinni á dag Pastel de nata ef ekki tvisvar. Oftar en ekki er á afgreiðsluborðinu staukur með kanil og annar með flórsykri. Hefðin er að strá öðru hvoru yfir eða báðu.

Bolinhos de Bachalhau
Bolinhos de Bachalhau

Bolinhos de Bachalhau. Víða á götuhornum má fá djúpsteiktar saltfiskbollur sem kallaðar eru Bolinhos de Bachalhau, þær eru samt ílangar. Þær eru gerðar úr soðnum saltfiski, soðnum kartöflum, lauk, hvítlauk, eggjum og steinselju.

Arroz Doce eftirréttur
Arroz Doce er vinsæll eftirréttur, víða hafður á jólum

Arroz Doce er vinsæll eftirréttur, víða hafður á jólum. Hann minnir á kaldan hrísgrjónagraut. Sítrónubörkur er soðinn með grjónunum. Yfir hann er stráð kanil sem oftar en ekki myndar munstur. Pão doce eru sætar bollur þær eru stundum bornar fram með Arroz Doce eftirréttinum.

Fogo de Chão kjötstaður kjöt grill steikur
Hópurinn á brasilískum kjötstað Fogo de Chão

Fogo de Chão

Hjá fyrrum nýlenduherrum eins og portúgölum gætir eðlilega áhrifa víða að. Á brasilískum kjötstað Fogo de Chão, er kjötið skorið ofan í gesti af teinum alls sextán tegundir. Þar geta gestir borðað eins mikið og hver getur í sig látið. Eftirrétturnn var heill grillaður ananas á teini með smá kanil, skorinn niður beint á diska gestanna, bragðaðist einstaklega vel.

Four seasons
Á The Four seasons á Ritz hótelinu

The Four seasons á Ritz hótelinu. Það er eftirminnilegt að snæða á Ritz hótelinu. Mótttakan og veitingasalurinn er einstaklega fallegur og vel þess virði að skoða. Hluti af hópnum sem fór á Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fór saman út að borða og átti ógleymanlegt kvöld. — THE FOUR SEASONS

Panorama, restaurant & bar
Panorama, restaurant & bar

Panorama, restaurant & bar. Það er gaman að slá tvær flugur í einu höggi, velja góðan veitingastað með útsýni yfir borgina. Því miður var upppantað þegar við ætluðum á Panorama en góð vinkona okkar mælti sérstaklega með þessum stað.

Amorino
Amorino ísbúðirnar eru víða í Lissabon

Amorino ísbúðirnar. Eftir óformlega könnun reyndist besti ísinn á Amorino. Þar er afgreiðslufólkið sérhæft í að útbúa blóm úr ísnum og setja ofan á makkarónuköku. — AMORINO

 

🇵🇹

 FLEIRI MATARBORGIR — PORTÚGALSALTFISKURARI ÓLAFSSON

— MATARBORGIN LISSABON —

🇵🇹

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sous vide matreiðslubók

Jólagjöfin til allra sem eiga Sous Vide græju. Verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson fjallar undraheim sous vide og birtir fjölmargar uppskriftir í nýútkominni bók sem vel má mæla með.

Hlaðborð – hvernig á að bera sig að, hvað má og hvað má ekki

Hlaðborð

Hlaðborð - hvernig á að bera sig að, hvað má og hvað má ekki. Kosturinn við að fara á hlaðborð er að þá getum við bragðað á fjölmörgum tegundum, mat sem við mundum kannski annars ekki smakka á. Ekki er girnilegt að blanda öllu saman sem er á hlaðborðinu á diskinn og setja svo vel af sósu yfir…

Epla- og kjúklingasalat

Epla- og kjúklingasalat. Ferskt, gott sumarlegt salat sem er kjörið í samlokur eða á saltkex. Salatið má útbúa deginum áður og láta standa í ísskáp yfir nótt, ef eitthvað er verður það bara betra á því.

Forsetatertan

Forsetatertan 2012. Nokkrir meðlimir í Konditorsambandi Íslands komu færandi hendi á Bessastaði með heljarinnar tertu sem bökuð hafði verið í tilefni af forsetakosningunum. Forsetakakan 2012 er saman sett úr frönskum möndlubotni, karamellu og súkkulaði mousse og með steyptum hindberjakjarna. Sigurður Már konditormeistari brást skjótt við beiðni minni um uppskriftina.