Lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum – Íslandsmeistarauppskrift

HELGA HERMANNSDÓTTIR fyllt lambalæri lambakjöt með fyllingu Lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum – Íslandsmeistarauppskrift þurrkaðir ávextir
Lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum

Hægeldað lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum

Það var notalegt í gamla daga að vakna á sunnudagsmorgnum og finna ilminn af lambasteikinni á meðan messan hljómaði í útvarpinu. Hægeldað lambalæri er alveg kjörið að hafa í matinn, silkimjúkt og bragðgott með góðri fyllingu. Helga systurdóttir mín er Íslandsmeistari kjötiðnaðarnema. þessi uppskrift er frá henni komin og vel má mæla með henni. Að vísu notaði ég koníak í staðinn fyrir viskíið en það breytir held ég ekki öllu. Áður hefur Helga eldað hér lambahrygg með ólýsanlega góðri fyllingu.

.

LAMBFYLLINGHELGA HERMANNS — LAMBALÆRIKONÍAK

.

Hægeldað lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum

1 lambalæri, úrbeinað

1/2 pk þurrkaðir ávextir (ca 1 bolli)

2 dl þurrkuð trönuber

3 msk viský

1 ds rjómaostur með kryddblöndu

1/2 ds villisveppaostur, skorinn í litla bita

15 pekanhnetur, þurrristaðar á pönnu og saxaðar gróft

Villijurtir frá Pottagöldrum (eða Lamb Íslandía)

salt og pipar.

Blandið saman þurrkuðum ávöxtum, trönuberjum, viskýi og 1 msk af Villijurtum og látið standa í ísskáp yfir nótt.

Bætið rjómaosti og villisveppaosti við ásamt pekanhnetunum. Setjið inn í lambalærið og kryddið með villijurtakryddi, salti og pipar.

Eldið við 45°C í 8 klst. Aukið hitann í 100°C síðustu 10-15 mínúturnar.

lambalæri lamb fyllt
Tilbúið í ofninn
Lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum  pekan hnetur trönuber apríkósur sveskjur
Fyllingin

.

LAMBFYLLINGHELGA HERMANNS — LAMBALÆRIKONÍAK

— LAMBALÆRI MEÐ ÞURRKUÐUM ÁVÖXTUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.