
Hægeldað lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum
Það var notalegt í gamla daga að vakna á sunnudagsmorgnum og finna ilminn af lambasteikinni á meðan messan hljómaði í útvarpinu. Hægeldað lambalæri er alveg kjörið að hafa í matinn, silkimjúkt og bragðgott með góðri fyllingu. Helga systurdóttir mín er Íslandsmeistari kjötiðnaðarnema. þessi uppskrift er frá henni komin og vel má mæla með henni. Að vísu notaði ég koníak í staðinn fyrir viskíið en það breytir held ég ekki öllu. Áður hefur Helga eldað hér lambahrygg með ólýsanlega góðri fyllingu.
.
— LAMB — FYLLING — HELGA HERMANNS — LAMBALÆRI — KONÍAK —
.
Hægeldað lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum
1 lambalæri, úrbeinað
1/2 pk þurrkaðir ávextir (ca 1 bolli)
2 dl þurrkuð trönuber
3 msk viský
1 ds rjómaostur með kryddblöndu
1/2 ds villisveppaostur, skorinn í litla bita
15 pekanhnetur, þurrristaðar á pönnu og saxaðar gróft
Villijurtir frá Pottagöldrum (eða Lamb Íslandía)
salt og pipar.
Blandið saman þurrkuðum ávöxtum, trönuberjum, viskýi og 1 msk af Villijurtum og látið standa í ísskáp yfir nótt.
Bætið rjómaosti og villisveppaosti við ásamt pekanhnetunum. Setjið inn í lambalærið og kryddið með villijurtakryddi, salti og pipar.
Eldið við 45°C í 8 klst. Aukið hitann í 100°C síðustu 10-15 mínúturnar.


.
— LAMB — FYLLING — HELGA HERMANNS — LAMBALÆRI — KONÍAK —
— LAMBALÆRI MEÐ ÞURRKUÐUM ÁVÖXTUM —
.