Pílates hjá Láru Stefánsdóttur

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur. Í vetur fékk ég slæmt skessuskot og ekkert virkaði til að losna almennilega við það. Var búinn að prófa öll trixin mín sem hingað til hafa virkað en það var alltaf örlítill verkur. Næstum því á förnum vegi hitti ég Láru Stefánsdóttur dansara og pílateskennara og við tókum tal saman. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég farið til hennar í nokkur skipti og er endurnærður eftir Pílatestímana.

Lára er með einkatíma í Pilates og svo er hún að fara með hóp á vegum Heimsferða til Króatíu í lok sumars. Þar verða gerðar Pilatesæfingar og margt fleira. Sannkölluð lúxsus-, heilsu og dekurferð með Láru Stefáns.

Nánar hjá Láru í síma 899 4913 á larastef@simnet.is svo má líka skrifa henni á fasbókinni.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016. Við höfum þetta ár farið á fjölmörg veitingahús og skrifað um þau. Svo er ekki síður gaman að fylgjast með öllum þeim sælkeraverslunum sem hafa sprotið upp. Hér er topp tíu listinn yfir mest skoðuðu færslurnar um veitingahús og sælkerabúðir árið 2016

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls. Sítrónukjúklingur eða pollo al limone er algengur ítalskur réttur, en þar sem Gissur Páll heitir Páll, getum við kallað hann Pollo al Paolo...

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp. Gestabloggarinn Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona og eiginmaður hennar Arnold Postl buðu fjölskyldunni í sunnudagshádegismat eins og kom fram hér ekki fyrir löngu. Í eftirrétt var þessi rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp :)