Lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum – Íslandsmeistarauppskrift

HELGA HERMANNSDÓTTIR fyllt lambalæri lambakjöt með fyllingu Lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum – Íslandsmeistarauppskrift þurrkaðir ávextir
Lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum

Hægeldað lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum

Það var notalegt í gamla daga að vakna á sunnudagsmorgnum og finna ilminn af lambasteikinni á meðan messan hljómaði í útvarpinu. Hægeldað lambalæri er alveg kjörið að hafa í matinn, silkimjúkt og bragðgott með góðri fyllingu. Helga systurdóttir mín er Íslandsmeistari kjötiðnaðarnema. þessi uppskrift er frá henni komin og vel má mæla með henni. Að vísu notaði ég koníak í staðinn fyrir viskíið en það breytir held ég ekki öllu. Áður hefur Helga eldað hér lambahrygg með ólýsanlega góðri fyllingu.

.

LAMBFYLLINGHELGA HERMANNS — LAMBALÆRIKONÍAK

.

Hægeldað lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum

1 lambalæri, úrbeinað

1/2 pk þurrkaðir ávextir (ca 1 bolli)

2 dl þurrkuð trönuber

3 msk viský

1 ds rjómaostur með kryddblöndu

1/2 ds villisveppaostur, skorinn í litla bita

15 pekanhnetur, þurrristaðar á pönnu og saxaðar gróft

Villijurtir frá Pottagöldrum (eða Lamb Íslandía)

salt og pipar.

Blandið saman þurrkuðum ávöxtum, trönuberjum, viskýi og 1 msk af Villijurtum og látið standa í ísskáp yfir nótt.

Bætið rjómaosti og villisveppaosti við ásamt pekanhnetunum. Setjið inn í lambalærið og kryddið með villijurtakryddi, salti og pipar.

Eldið við 45°C í 8 klst. Aukið hitann í 100°C síðustu 10-15 mínúturnar.

lambalæri lamb fyllt
Tilbúið í ofninn
Lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum  pekan hnetur trönuber apríkósur sveskjur
Fyllingin

.

LAMBFYLLINGHELGA HERMANNS — LAMBALÆRIKONÍAK

— LAMBALÆRI MEÐ ÞURRKUÐUM ÁVÖXTUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins. Það er eitthvað notalegt við að vera í átthagafélagi. Því miður eiga þau mörg undir högg að sækja með breyttu landslagi í stafrænni tækin, greiðari og auknum ferðalögum, aukinni afþreyjingu og ýmsu fleiri. Það að vera í átthagafélagi fær fólk til að hugsa hlýlega til heimahaganna og svo eru stundum kaffisamkomur eins og hjá Fáskrúðsfirðingafélaginu í dag.

Muffins með karamellukurli

muffins

Muffins með karamellukurli. Á dögunum fórum við til Vestmannaeyja, þar tóku höfðinglega á móti okkur María frænka mín og Addi hennar maður og nærðu okkur andlega og líkamlega. Hann fór með okkur um Heimaey og hún bauð upp á kaffihlaðborð að ferðinni lokinni - þar var meðal annars boðið upp á muffins með karamellukurli

Graskerssúpa – sæt og rjómakennd

Graskerssúpa. Haustið er tími útskorinna graskerja amk fyrir þá sem hafa búið í Bandaríkjunum. Sæt og rjómakennd súpa sem er mjög falleg á litinn. Í staðinn fyrir grasker má nota sæta kartöflu

Bestu veganborgararnir á Íslandi

Bestu veganborgararnir á Íslandi. Á fasbókinni er mjög virkur og fræðandi hópur sem nefnist Vegan Ísland. Þar var nýlega varpað fram spurningunni hvar væri hægt að fá bestu vegan borgarana. Langflestir nefna að bestu veganborgararnir séu á Bike Cave í Skerjafirðinum. Á dögunum fór ég á þangað til að smakka borgarann sem fær flest stig. Veitingastaðurinn Bike Cave var opnaður fyrir tveimur árum í Skerjafirðinum og nýlega var opnaður staður í Hafnarborg í Hafnarfirði. Gaman frá því að segja að Lúxusborgarinn á Bike Cave er mjög góður og vel má mæla með honum. Svo skemmir nú ekki fyrir að umhverfið er harla óvenjulegt. Piltarnir sem afgreiddu mig voru með allt á hreinu og framreiddu góðan borgara.