Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Rabarbarapæ Albert með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti Þorgrímsstaðir
Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Gaman að segja frá því að Rabarbarapæið fræga hefur fengið upplyftingu. Sumarútgáfan í ár er með einu litlu epli, kókosmjöli og góðum slatta af Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus. Ég legg ekki meira á ykkur. Grunnuppskriftin er hér

RABARBARAPÆRABARBARAPÆ ALBERTSRABARBARIEFTIRRÉTTIR

.

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti
Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

RABARBARAPÆ Alberts með karamellusúkkulaði

Rabarbari ca 4-5 leggir

100 g rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

1 msk kókosmjöl

1 lítið epli skorið í bita

200 g smjör

1 dl sykur

1 tsk lyftiduft

2 dl hveiti

1 tsk vanilla eða vanillusykur

2 egg

Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild. Bætið við brytjuðu súkkulaði, epli og kókosmjöli

Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman.  Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170°C í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

Rabarbari rabbabari
Rabarbari

RABARBARAPÆRABARBARAPÆ ALBERTSRABARBARIEFTIRRÉTTIR

— RABARABARAPÆ MEÐ SALTKARAMELLUSÚKKULAÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Klósettpappírinn er búinn!

Klósettpappírinn er búinn! Þegar líður að lokum klósettdvalar getur verið vandræðalegt að uppgötva að klósettpappírinn er búinn. Heimilismeðlimir setja nýja rúllu þegar sú síðasta klárast, en ef við erum gestir er sjálfsögð kurteisi að láta gestgjafa vitað að pappírinn sé búinn. Þetta á við um heimahús, kaffihús, veitingahús og fleiri slíka staði. Þessi litla en mikilvæga tilkynning þarf ekki að gerast með neinum tilþrifum og óþarfi að aðrir gestir heyri hana. Við látum líka vita ef eitthvað vantar eða er í ólagi á snyrtingunni. Sköpum ekki vandræðalegar stundir fyrir fólk sem kemur á eftir okkur á klósettið.

Silungur með kóriander/basil pestói

Silungur

Silungur með kóriander/basil pestói

Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskan góðan fisk.  Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim út fiskbúðinn með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.

Að sjóða hrísgrjón

Hrísgrjón

Eins og kunnugt er er mikill vandi að sjóða hrísgrjón. Var að heyra gott ráð hvernig gott er að sjóða þau - að sjálfsögðu fór ég strax og prófaði húsráðið og viti menn, þetta virkar.