Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Rabarbarapæ Albert með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti Þorgrímsstaðir
Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Gaman að segja frá því að Rabarbarapæið fræga hefur fengið upplyftingu. Sumarútgáfan í ár er með einu litlu epli, kókosmjöli og góðum slatta af Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus. Ég legg ekki meira á ykkur. Grunnuppskriftin er hér

RABARBARAPÆRABARBARAPÆ ALBERTSRABARBARIEFTIRRÉTTIR

.

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti
Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

RABARBARAPÆ Alberts með karamellusúkkulaði

Rabarbari ca 4-5 leggir

100 g rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

1 msk kókosmjöl

1 lítið epli skorið í bita

200 g smjör

1 dl sykur

1 tsk lyftiduft

2 dl hveiti

1 tsk vanilla eða vanillusykur

2 egg

Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild. Bætið við brytjuðu súkkulaði, epli og kókosmjöli

Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman.  Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170°C í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

Rabarbari rabbabari
Rabarbari

RABARBARAPÆRABARBARAPÆ ALBERTSRABARBARIEFTIRRÉTTIR

— RABARABARAPÆ MEÐ SALTKARAMELLUSÚKKULAÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvernig á að undirbúa sig fyrir mesta smákökuát allra tíma?

Í dag tók ég þátt í að velja bestu smákökurnar í smákökusamkeppni Kornax. Það var sem sagt megasykursukk eftir hádegið. Allt tókst þetta nú vel en álagið fyrir sykurlítinn líkama er þónokkuð. Til að undirbúa mig sem best skrifaði ég Betu næringarfræðingi og fékk hjá henni ráð eins og sjá má hér í viðhengi

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi. Hópur harðduglegra kvenna hefur komið saman í tvo áratugi og útbúið handverk í Stykkishólmi. Afraksturinn selja þær í Gallerýi Lunda í bænum. Við Bergþór drukkum með þeim kaffi á dögumum og fengum í kaupbæti uppskriftir af ostasalati og þessum undurgóðu vefjum.

Matarborgin Búdapest

Matarborgin Búdapest. Kannski kemur höfuðborg Ungverjalands ekki fyrst upp í hugann þegar hugsað er um mat og matarmenningu erlendis, EN hún kemur verulega á óvart, þar má fá fjölbreyttan og þjóðlegan mat frá öllum héruðum Ungverjalands. Alveg ótrúlega góður matur og þeir eru frægir fyrir margt fleira en ungverska gúllassúpu. Systur mínar, Árdís og Vilborg og ég, teiguðum ungverska vorið á dögunum með mömmu og nutum hverrar stundar.  Það var ánægjulegt að upplifa hversu stoltir Ungverjar eru af sínum mat, mjög víða voru ungverskir réttir á boðstólnum í bland við aðra.