
Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti
Gaman að segja frá því að Rabarbarapæið fræga hefur fengið upplyftingu. Sumarútgáfan í ár er með einu litlu epli, kókosmjöli og góðum slatta af Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus. Ég legg ekki meira á ykkur. Grunnuppskriftin er hér
— RABARBARAPÆ – RABARBARAPÆ ALBERTS — RABARBARI — EFTIRRÉTTIR —
.

RABARBARAPÆ Alberts með karamellusúkkulaði
Rabarbari ca 4-5 leggir
100 g rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti
1 msk kókosmjöl
1 lítið epli skorið í bita
200 g smjör
1 dl sykur
1 tsk lyftiduft
2 dl hveiti
1 tsk vanilla eða vanillusykur
2 egg
Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild. Bætið við brytjuðu súkkulaði, epli og kókosmjöli
Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170°C í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

— RABARBARAPÆ – RABARBARAPÆ ALBERTS — RABARBARI — EFTIRRÉTTIR —
— RABARABARAPÆ MEÐ SALTKARAMELLUSÚKKULAÐI —
.