Auglýsing
ÖNUNDARFJÖRÐUR flateyri Elísabet Reynisdóttir beta reynis
Elísabet Reynisdóttir

Vagninn á Flateyri opnaði síðastliðna helgi eftir hálfgerðan vetrardvala og verður opinn í allt sumar með fullri starfsemi. Framundan er viðburðarríkt sumar með fjölda uppákoma, tónleika, plötusnúða, uppistands, knattspyrnuspennu, barnavagns og annars sprells. Elísabet Reynisdóttir matgæðingur, næringarfræðingur og hressleikabomba stendur vaktina í eldhúsinu en inn á milli mæta handvaldir framúrskarandi gestakokkar og hrista frekar upp í hlutunum. Óli Hjörtur, annálaður indælingur, veitinga- og barmaður úr höfuðstaðnum stígur í fyrsta sinn út fyrir boragarmörkin og alla leið á Vagninn þar sem hann verður vert sumar.

 

Fiskisúpa er með reyktum rababara sem gerir hana mjög sérstaka og einstaka á allan hátt.

Fiskur dagsins með sterku hundasúsupestói.

Sumarið verður fjölbreytt og hresst, en ein aðal rúsínan í gleðinni verður 27. júlí þegar haldin verður uppskeruhátíð til þakkar þeim sem lögðu Karolínafund söfnuninni Björgum Vagninum lið. Söfnunin sem fram fór síðastliðið sumar fyrir tilstilli Flateyringa og nýrra eigenda Vagnsins, fór fram úr björtustu vonum. Fyrir féð sem safnaðist er nú búið að skipta út mýgleku þaki Vagnsins. Gestir sumarsins munu einnig sjá afrakstur fyrstu fegrunaraðgerða sem átt hafa sér stað yfir veturinn innandyra. Þar má meðal annars bera augu veggfóður, sem unnið er úr blaðrúllum sjálfspilandi píanóa.

Auglýsing