Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar og kaffiboð hjá eplaterta eplakaka kaka terta epli Maríu maría guðjónsdóttir neskaupstaður mæja norðfjörður
Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar

María frænka mín í Neskaupstað er einstaklega flink í eldhúsinu og er líka súpergóður gestgjafi. Ég á óteljandi margar dásemdarstundir í eldhúsinu hennar og við eldhúsborðið. Eitt sinn bauð hún Sætabrauðsdrengjunum í kvöldkaffi og það var hún sem bakaði færeysku eplakökuna. María bauð okkur mömmu í kaffi og mömmu sinni líka sem er föðursystir mín. Auk eplaferninganna var heimabakað brauð með allskonar áleggi, bakaður gullostur með sírópi og furuhnetum og ég man bara ekki hvað og hvað…

🍏

— EPLAKÖKURNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNSFÆREYJAR

🍏

Eplaferningar

2 b hveiti

1 b púðursykur

100 g smjör

1 b saxaðar hnetur

2 tsk kanill

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1 dós (200 g) sýrður rjómi 18%

1 tsk vanilludropar

1 egg

2-3 epli í litlum bitum.

Hrærið saman hveiti, sykri og smjöri. Þrýstið 3/4 af deiginu í botninn á lítilli bökunarskúffu.

Blandið saman við það það sem eftir er af hrærunni hnetum, kanil, matarsóda, salti, sýrðum rjóma, vanillu og eggi. Blandið vel. Bætið eplum saman við. Dreifið eplablöndunni yfir botninn.

Bakið í 25-30 mín. við 175°C Skerið í ferninga og berið fram með þeyttum rjóma og/eða ís.

.

— EPLAKÖKURNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNSFÆREYJAR

— EPLAFERNINGAR —

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Karamelluterta með rifsberjum

Karamelluterta með rifsberjum. Norðfirðingurinn Guðrún Kristín Einarsdóttir sem flestir þekkja sem Gunnu Stínu, bauð okkur Bergþóri í kaffi í dag. Við skelltum okkur í sund áður og mættum banhungraðir í sunnudagskaffið. Dásamlega notalegt :)

SaveSave

SaveSave

Grískur kjúklingaréttur

Grikkland

Grískur kjúklingur. Alltaf er nú skemmtilegt að prófa rétti frá öðrum löndum. Eins og sjá má í uppskriftinni eiga að vera kjúklingabaunir en því miður gleymdi ég að kaupa þær, þess vegna sjást engar baunir á myndunum. Fetaostinn fékk ég í Tyrkneskum basar í Síðumúlanum. Og í upphaflegur uppskriftinni er tekið fram að í þennan rétt eigi að nota 12 ólífur....