Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar og kaffiboð hjá eplaterta eplakaka kaka terta epli Maríu maría guðjónsdóttir neskaupstaður mæja norðfjörður
Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar

María frænka mín í Neskaupstað er einstaklega flink í eldhúsinu og er líka súpergóður gestgjafi. Ég á óteljandi margar dásemdarstundir í eldhúsinu hennar og við eldhúsborðið. Eitt sinn bauð hún Sætabrauðsdrengjunum í kvöldkaffi og það var hún sem bakaði færeysku eplakökuna. María bauð okkur mömmu í kaffi og mömmu sinni líka sem er föðursystir mín. Auk eplaferninganna var heimabakað brauð með allskonar áleggi, bakaður gullostur með sírópi og furuhnetum og ég man bara ekki hvað og hvað…

🍏

— EPLAKÖKURNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNSFÆREYJAR

🍏

Eplaferningar

2 b hveiti

1 b púðursykur

100 g smjör

1 b saxaðar hnetur

2 tsk kanill

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1 dós (200 g) sýrður rjómi 18%

1 tsk vanilludropar

1 egg

2-3 epli í litlum bitum.

Hrærið saman hveiti, sykri og smjöri. Þrýstið 3/4 af deiginu í botninn á lítilli bökunarskúffu.

Blandið saman við það það sem eftir er af hrærunni hnetum, kanil, matarsóda, salti, sýrðum rjóma, vanillu og eggi. Blandið vel. Bætið eplum saman við. Dreifið eplablöndunni yfir botninn.

Bakið í 25-30 mín. við 175°C Skerið í ferninga og berið fram með þeyttum rjóma og/eða ís.

.

— EPLAKÖKURNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNSFÆREYJAR

— EPLAFERNINGAR —

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbara- og engiferbaka

rabarbari

Rabarbara- og engiferbaka. Þegar gesti ber að garði með skömmum fyrirvara er kjörið að útbúa böku úr rabarbara. Er gjörsamlega að missa mig í rabarbaranum. Verð að segja ykkur að sykurbrúnaður rabarbari er mjög góður, næst þegar ég geri þessa böku ætla ég að brúna auka rabarbara og narta í á meðan hitt er útbúið.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

Kippo í Helsinki – TripAdvisor

Kippo

Kippo í Helsinki - TripAdvisor. Það er áhugavert að skoða heiminn með því að prófa það sem boðið er upp á matarkyns í mismunandi löndum. Síðustu ár höfum við notað TripAdvisor síðuna mikið. Þar skrifa gestir sjálfir umsagnir og gefa stjörnur. Við vorum að koma heim frá Helsinki og þar notfærðum við okkur TripAdvisor síðuna aftur og aftur.

Heslihnetukaramellukökur – 3.sæti í smákökusamkeppni

Heslihnetusmákökur

Heslihnetukaramellukökur - 3.sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015. Í umsögn dómara heyrðist meðal annars: "Karamellan náði mér við fyrsta bita. Ömmusælan fylgdi kökunni" "Heima er best, hlýleg og minnir mig á ömmu mína"
"Skemmtileg samsetning, flott útlit og hæfilega bragðmikil karamella"
"Hlýleg smákaka sem maður fær ekki nóg af"